Heimsfrumsýning á Volkswagen Golf 8 eftir tvo daga
Það er nóg um að vera í bílaheiminum þessa daga, í vikunni opnar alþjóðlega bílasýningin í Tókýó dyr sínar fyrir gestum, nánar tiltekið á fimmtudaginn og sama fimmtudag, þann 24. október mun Volkswagen loksins afhjúpa áttundu kynslóð Golf.
Síðan fyrsti Golfinn sá dagsins ljós árið 1974, heldur Volkswagen Golf áfram að lifa og á fimmtudaginn mun áttunda kynslóð þessa 45 ára bíls birtast á heimsfrumsýningu.
Nýjasta kynningarmyndin af bílnum, ein af afturendunum hans, sýnir hvernig afturljósið hefur minnkað miðað við andlitslyftingu Golf 2017, þó að perurnar virðast vera með svipaða lögun. Fyrir utan þessa mynd hefur aðeins verið dreift upplýsingum um um frumsýninguna.
Fyrri myndir sem hafa birst fyrr þessu ári gefa okkur þó hugmynd um hvernig bíllinn mun líta út að innan sem utan. Deilt hefur verið myndum af hönnunarútgáfur af nærri öllu ytra rými, sem og hálfgerðar felumyndir af hátækni stjórnklefa. Að sögn eins yfirmanna Volkswagen, Karlheinz Hell, „mun Golf 8 flytja okkur inn á stafrænu öldina.“
Þessi komandi Golf mun verða til sölu í Evrópu í lok ársins.
Umræður um þessa grein