Hætt við bílasýninguna í Genf árið 2021
- Skipuleggjendur sýningarinnar hafa tilkynnt að sýningin verði ekki hakdin á næsta ári.
Ástæðurnar fyrir því að hætt hefur verið við er áhugaleysi bílaframleiðenda auk óvissu aðstæðna vegna stjórnunar á kórónaveirunnar, segir í yfirlýsingu frá alþjóðlegu bílasýningunni í Genf (GIMS) á mánudag.
Sýningin í Genf er eina helsta alþjóðlega bílasýning Evrópu sem haldin hefur verið árlega. Atburðurinn í ár átti að fara fram í mars en var aflýst nokkrum dögum fyrir opnun þar sem alvarleiki kórónavírusfaraldursins varð ljóst.
„Meirihluti sýnenda GIMS sem tóku þátt í könnuninni lýsti því yfir að þeir myndu líklega ekki taka þátt í sýningunni 2021 og að þeir vildu helst hafa GIMS árið 2022,“ sögðu skipuleggjendur í yfirlýsingunni.
Sýning árið 2022 var ekki staðfest
Að halda sýninguna á næsta ári án stuðnings bifreiðaframleiðenda gæti gengið endanlega frá henni sagði Sandro Mesquita, forstjóri GIMS, við Automotive News Europe í viðtali í maí.
„Ef við hættum við líka aftur á næsta ári væri það bara stórslys fyrir okkur, svo við verðum að taka tillit til þess sem vörumerkin segja, því án merkjanna væri engin sýning,“ sagði hann. „Það er mikilvægt að næsta sýning sé góð og ekki lítil og í minnkuðu formi“.
Afstaða GIMS-stofnunarinnar setti það í bága við sveitarfélagið í Genf, sem bauð lán með því skilyrði að sýningin væri haldin árið 2021. Sýningin er stærsti viðburðurinn sem haldinn er í Sviss og býr til um 200 milljónir franka í tekjur fyrir borgina, sögðu yfirvöld.
Stofnun GIMS hafnaði láninu vegna þess að hún taldi „óheimilt að eitt skilyrði lánsins væri að skipuleggja atburð árið 2021.“
Í staðinn sagðist stofnunin hafa ákveðið að selja bílasýninguna til ráðstefnumiðstöðvarinnar Palexpo í Genf þar sem viðburðurinn er haldinn.
„Markmiðið er að finna lausn sem mun tryggja reglulega skipulagningu alþjóðlegrar bílasýningar í Genf,“ sagði GIMS.
Sýningin er um þriðjungur af verðmæti Palexpo, að því er yfirvöld í Genf hafa sagt.
Einn tilgangur lánsins var að endurgreiða gjöld til bílaframleiðenda sem höfðu greitt fyrir fram fyrir að mæta á viðburðinn í ár, sagði Mesquita í maí. Ekki er ljóst hvort þeir peningar verða nú endurgreiddir.
Umræður um þessa grein