Goðsögnin Jeep Wrangler frumsýndur hjá Ís-Band í Mosfellsbænum
Ís-Band í Mosfellsbæ mun frumsýna laugardaginn 2.mars nýjan Jeep Wrangler. Þessari frumsýningu hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, því Jeep Wrangler er fyrir löngu orðinn goðsagnakenndur jeppi, sem ekki bara hvarvetna vekur mikla athygli og eftirtekt, heldur einnig fyrir einstaka torfærueiginleika.
Helstu breytingar á nýjum Wrangler eru nýtt útlit bæði utan sem innan auk nýrra véla. Á sýningunni verður Wrangler sýndur í Rubicon útfærslu, með nýrri 2ja lítra 273 hestafla bensínvél, sem togar 400Nm við 3.000 sn/min sem er tæplega 14% meiri togeta en eldri bensínvélin var. Rock Trac fjórhjóladrif og 100% Tru-Loc driflæsingar að framan og aftan. Selec-Track millikassi og 4WD auto stilling sem gerir kleift að hægt er að aka Wrangler Rubicon í fjórhjóladrifinu án þess að til þvingunar komi á milli fram- og afturöxuls. Þennan búnað er einungis að finna í útfærslunni sem Ís-Band býður upp á og þar af leiðandi ekki í amerísku eða kanadísku útgáfunni. Ný kynslóð Dana Heavy Duty fram- og afturhásinga, með aftengjanlegum jafnvægisstöngum og 4:10 drifhlutföllum.
Þó svo haldið sé strangt í hefðirnar við að hafa Wrangler Rubicon sem öflugastan þegar kemur til aksturs í ófærum, þá er hann útbúinn með helstu tækninýjungum svo sem bakkmyndavél með bílastæða aðstoð, blindhornsvörn, Bluetooth til að streyma tónlist og síma, Apple CarPlay & Google Android og íslensku leiðsögukerfi.
Í vor mun Ís-Band bjóða upp á Wrangler Rubicon með nýrri 200 hestafla díselvél sem togar 450 NM við 2.000 sn./mín. Verð á Wrangler Rubicon bensín er frá 10.890.000, en frá 11.290.000 kr. í díselútfærslunni.
Sýningin er verður opin á laugardaginn milli kl. 12 og 16 og er í sýningarsal Ís-Band að Þverholti 6 í Mosfellsbæ. Rjúkandi heitt Lavazza kaffi og KitKat frá Danól verður í boði sem og ískalt Egils appelsín frá Ölgerðinni.
?
Umræður um þessa grein