Dacia sýnir fyrsta rafbílinn sinn
Dacia hefur forsýnt fyrsta rafmagns ökutæki sitt, undir heitinu Dacia Spring – eða Vorið, hugmyndabíl, sem byggður er á útgáfu af Renault City K-ZE smábílnum sem nú er smíðaður og seldur í Kína.
Dacia Spring mun fara í sölu árið 2021 og hafa svið „að minnsta kosti“ 200 km samkvæmt WLTP-mælingunni, segir Dacia.
City K-ZE er rafútgáfa af Kwid, fimm dyra, fjögurra sæta smábifreið sem er seldur á Indlandi, Brasilíu og öðrum nýmörkuðum.
Dacia tilkynnti ekki verð en City K-ZE er seldur í Kína fyrir um 8.000 evrur (1.146.000 ISK).
Fyrrum forstjóri Renault Group, Thierry Bollore, sagði á síðasta ári að bifreiðaframleiðandinn væri að vinna að rafmagnsbifreið sem myndi seljast á 10.000 evrur eða minna.
Dacia Spring er með hleðsluinntak í hægra framhlið. Dacia segir að lýsingarhönnun hennar sé forsýning á nýju útliti fyrir Dacia, með þröngum láréttum LED aðalljósum sett fyrir ofan aðskilin dagljós. Að aftan mynda LED afturljósin „tvöfalt Y“ mynstur.
„Jeppa-útlitið“ undirstrikað með hliðarplötum og meiri veghæð.
Dacia miðar á rafmagns-jeppa bæði hjá einkaeigendum og skammtímaleiguþjónustu. Renault Group, en Dacia er undir þeirra „regnhlíf“, segir að það séu 7.800 rafknúin farartæki í slíkri þjónustu – einnig þekkt sem bílahlutdeild – í Evrópu.
Dacia er sem stendur ekki með nein rafbíla í sínu framboði, sem Renault Group er fær um að selja fyrir lágt verð að mestu leyti vegna þess að það treystir á eldri, og reyndri tækni frá Renault og samstarfsaðilanum Nissan.
Vörumerkið er innifalið í losunarhlutdeild Renault en ökutæki Dacia hafa tiltölulega mikla CO2-losun vegna þess að vörumerkið notar ekki enn þá tengitvinnbíla- eða rafdrifrásir frá Renault.
Dacia hefur einnig kynnt nýja útgáfu af tvöföldu eldsneytiskerfi sem notar bensín / fljótandi jarðolíugas (LPG), sem það kallar ECO-G. Það dregur úr losun um u.þ.b. 10 prósent til 12 prósent samanborið við eldsneyti sem eingöngu er bensín. LPG valkosturinn er sérstaklega vinsæll á Ítalíu þar sem um það bil helmingur bíla Dacia er seldur með möguleikanum.
Renault Group byggir K-ZE í verksmiðju í Wuhan ásamt kínverska samrekstrarfélagi sínum Dongfeng Motor.
Verksmiðjan er áfram lokuð vegna kórónaveirunnar, en Renault hefur sagt að hún muni halda áfram framleiðslu einhvern tíma í þessum mánuði. Á síðasta ári seldi Renault 2.658 City K-ZE-bíla. Bíllinn er einnig seldur undir kínverskum vörumerkjum sem tengjast Dongfeng og Renault Group, þar á meðal Venucia og Dongfeng.
Umræður um þessa grein