Það eru fjögur ár síðan bílaiðnaðurinn kom síðast saman á bílasýningunni í París og – margt hefur breyst á þeim tíma.
Meðal þeirra breytinga eru sýningarnar sjálfar. Það lítur út fyrir að sýningarnar eins og við þekkjum þær í áranna rás séu að syngja sitt síðasta – dæmi um það er hve fáir framleiðendur komu með bílana sína á sýninguna að þessu sinni.
Það er ekki hægt líta fram hjá því hversu lítil sýningin í París var núna, aðeins einn salur á tveimur hæðum, og mikið af aukahlutum notað til fyllingar. Ekki einu sinni einn aðal framleiðendanna frönsku Citroën mætti, og lét nægja að Stellantis sýndi vörumerkin Jeep, Peugeot og DS , ásamt Renault, Dacia og Alpine sem voru einu stóru þátttakendurnir.
Frá Stellantis var Jeep var stærsta aðdráttaraflið. Avenger er fyrsti jeppinn hannaður og smíðaður í Evrópu, fyrir Evrópu.
Fyrirtækið kallar það „game changer“ fyrir vörumerkið og þar sem hann er lítill rafjeppi er hann vissulega í tísku.
Það voru nokkrir aðrir sýnendur, til dæmis frá Kína, þar á meðal BYD og Great Wall, sem voru forvitnilegir.
En við skulum skoða nokkrar svipmyndir sem bílavefurinn AUTOCAR sýndi okkur:
Aðalnúmerið frá Renault var frumsýning á nýjum Renault 4 – að vísu enn sem hugmyndabíl.
Scenic snýr aftur! Að þessu sinni er þetta alrafmagnaður sportjeppi sem nýtir vetnistækni Renault sem framleiðir rafmagnið á bílinn.
Blendingurinn Renault Austral birtist í skærrauðum lit.
Great Wall Motors forsýndi framtíðargerð fjögurra dyra fólksbíls af Ora Funky Cat.
Peugeot 408 var frumsýndur í París og hægt að skoða hann opinberlega áður en hann kemur á markað 2023
Annar vetnisknúinn sportjeppi sem sýndur var í París er Namx HUV, hannaður af Pininfarina.
Mobilize Limo verður bara hægt að leigja – ekki kaupa.
Mobilize, samnýtingarmerki Renault, kynnti áætlun sína fyrir framtíðarbíla – þar sem Duo var í aðalhlutverki. Hann verður seldur í áskrift, hannaður aðallega fyrir borgarsamgöngur
Gæti Jeep Avenger verið bíllinn sem mun breyta gengi í Evrópu fyrir bandaríska merkið í eigu Stellantis?
Jeep Avenger var einnig sýndur í sérsniðnu torfæruafbrigði með harðgerðri yfirbyggingu og breiðari sporvídd.
Ef til vill flottasti bíllinn til sýnis í París, Alpine Alpenglow vetnishugmyndabíllinn forsýnir framtíð rafbíla fyrirtækisins.
Hopium Machina er enn einn vetnishugmyndabíllinn sem sýndur var í París.
Alpine hélt áfram að vekja athygli með frumsýningu á A110 E-ternité, rafbílahugmynd byggða á A110.
Hugsanlega einn mest myndaði bíllinn í París – Dacia Manifesto er áberandi rafbílahugmynd fyrirtækisins.
Dacia sýndi einnig Jogger – núna kominn í hybrid-útgáfu.
Sportlegur A110 í enn öflugari útgáfu sem R gerð.
Og svo einn í lokin sem var ekki á sýningunni – en Mercedes sýndi EQE sportjeppann á netviðburði daginn áður en sýningin hófst.
Umræður um þessa grein