Frumsýningar og sumarfjör
Það var fullt um að vera í bílaumboðunum um helgina. Við hjá Bílabloggi fórum á rúntinn og tókum hús á þeim umboðum sem auglýstu frumsýningar og sumarfjör.
Sumarferð Heklu 7.-11. júní
Það var sumarstemning hjá Heklu en þeir kynntu sína nýjustu fáka í rafbílaflokki. Þar mátti sjá hinn splunkunýja ID.4 GTX sem er fjórhjóladrifin útgáfa af ID.4.
Bíllinn sá er verulega flottur, allur samlitur með glæsilegri innréttingu og 300 hestfla mótor.
Verðið á GTX er frá 6.990 þús. Hér getur þú séð meira um þennan glæsilega bíl.



Ferðadagar BL
Sölufólk BL var í toppstuði og sumarskapi. Þar var boðið upp á léttar veitingar um leið og menn gátu skoðað stútfullan sal af nýjum og flottum bílum.
Þar má nefna glæsilega línu Renault sem býður nú Megane og Capture í tengitvinnútgáfum og Clio sem tvinnbíl svo eitthvað sé nefnt.
Hinn nýi MG EHS, tengitvinnbíll hefur komið sterkur inn á markaðinn enda búinn veglegum staðalbúnaði, frábærum aksturseiginleikum og fallegri hönnun innanrýmis.
BL státar af miklu úrvali nýrra bíla og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Einn vinsælasti rafbíllinn í dag, Nissan Leaf er boðinn í mismunandi útgáfum og vekur alltaf athygli.







BL býður úrval aukahluta sem breikka notkunarsvið bílsins. Nú standa ferðadagar yfir hjá BL þar sem boðið er upp á veglega ferðapakka þar sem þú getur valið aukahluti sem nýtast í ferðalaginu að andvirði 300 þús. króna.
Nýr Mustang Mach E og Citroen Ami
Það er alltaf gaman að koma í Brimborg. Í salnum hjá þeim mátti sjá nýbónaðan og glansandi Mustang Mach E. Mustang Mach E bíllinn var að lenda í umboðinu og var bónið varla þornað á þessum í salnum.
Það verður að segjast eins og er að horft var með aðdáun á þennan grip enda bylting á markaðnum. Allt að 610 km. drægni, 98 kW/st. rafhlaða, 351 hestafl með um 580 Nm togi og fjórhjóladrif (AWD). Verði er frá 6.890 þús.





Alveg í hina áttina er það svo hinn stórsniðugi Citroen Ami. Sá „bíll” er bara krúttlegur og vekur óskipta athgli fyirr öðruvísi útlit. Drægni er um 75 km. á fullri rafhlöðu og hámarkshraði er um 40 km/klst. Þessi yrði án efa skemmtilegur í borginni.



Nýr Rexton
Næsti viðkomustaður var Bílabúð Benna. Þar var kynntur nýr Rexton og sá ekki í lakari kantinum. Rexton hefur hlotið titilinn „Bestu kaupin” fjórða árið í röð samkvæmt 4×4 Magazine í Bretlandi.
Það er ekki erfitt að skilja þá tilnefningu. Nýr Rexton er ákaflega vel búinn, innréttingarnar eru flottar og frágangur allur til fyrirmyndar.
Verðið á þessum glæsilega bíl er frá 8.490 þús. sem teljast verður mjög gott fyrir bíl í þessum gæða- og stærðarflokki.



Við bíðum svo spennt hjá Bílabloggi að fá til reynsluaksturs nýjan Opel Mokka. En hann vakti athygli í salnum hjá Benna um helgina.

Uppfærður Hyundai Kona
Nú varð ferðinni heitið í Kauptún. Fyrsti viðkomustaður: Hyundai á Íslandi. Það var margt um manninn í Hyundai salnum og vel tekið á móti okkur.
Hyundai á Íslandi státar af einu mesta úrvali og búnaðarútfærslum sem þekkist á íslenskum bílamarkaði. Þannig getur þú einfaldlega valið bíl sem fellur betur að þínum þörfum.
Hyundai sýndi þrjár mismunandi búnaðarútfærslur af nýjum Kona í salnum. Kona hefur fengið talsverða yfirhalningu og er bara betri fyrir vikið. Hann er meira straumlínulagaðri og sætin hafa verið endurhönnuð enda gott að sitja í bílnum og þau halda vel við.





Kona hefur án efa verið einn vinsælasti rafbíllinn á Íslandi um árabil og sá nýi er verðugur keppinautur í flórunni sem er að koma á markað í dag. Nú getur þú fengið þinn Kona tvílitan – til dæmis svartan með hvítum toppi.
Við tókum einnig eftir að sportjeppinn Tucson vakti mikla athygli viðstaddra enda frábær bíll. Hér má lesa um reynsluakstur okkar á nýjum Tucson.
Nýr Hyundai Kona er á frábæru verði eða frá 5.290 þús. með 39 kW/st. rafhlöðunni og Premium útgáfan er á aðeins 6.090 þús. með 64 kW/st. rafhlöðu.
Allir í sumarskapi hjá Toyota
Það vantaði ekki gleðina hjá Toyota í Kauptúni. Þar nutu gestir og gangandi veitinga um leið og þeir ræddu kaup og kjör við sölumenn Toyota. Þar á bæ var sannkölluð sumarhátíð.
Þar mátti sjá Meistara Yaris á stalli en sá bíll hlaut titilinn Bíll ársins í Evrópu árið 2021 og er vel að titlinum kominn.
Flottar útgáfur af RAV4 Hybrid voru í salnum ásamt hinum nýja RAV4 PHEV sem er rúmlega 300 hestöfl.





Við hjá Bílabloggi bíðum spennt eftir nýjum Yaris Cross sem er væntanlegur og sjá má myndir af hér virkilega spennandi gripur. Við fjölluðum einnig um nýjan Land Cruiser 300 sem kynntur var fyrir skömmu og sjá má þá umfjöllunn okkar hér.
Myndir og texti: Pétur R. Pétursson og Gunnlaugur Steinar Halldórsson
Umræður um þessa grein