- Mercedes undirbýr G-Class fyrir rafmagnsöld með rafhlöðuknúnum hugmyndabíl
- Hugmyndabíllinn EQG heldur stigagrindinni frá undirvagni G-Class með brunavél
Mercedes er með rafmagnsútgáfu af G-Class jeppanum í pípunum sem heldur þessum torfærujeppa vörumerkisins á réttu róli þar sem bílaframleiðendur auka framboð sitt á sviði rafbíla, og sýnir hugmyndaútgáfu af G-Class EQG á bílasýningunni í München.
Mercedes greindi frá að hugmyndabíllinn EQG væri „næstum tilbúinn til framleiðslu“ og gæfi góða mynd af framtíðarbílnum.
Concept EQG, eða hugmyndabíllinn, var afhjúpaður á vefkynningu á sunnudag í tilefni af opinberri frumsýningu á IAA bílasýningunni í München.
Þessi rafmagnaða útgáfa af EQG „er upp á gott sýnishorn af því sem Mercedes G-Class með rafhlöðu rafknúnu drifi getur,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Bíllinn heldur stigagrind undirvagns G-Class með brunavél og er með rafhlöðurnar innan grunns bílsins.
Engin rafhlöðustærð eða tölur um drægni á rafmagninu hafa verið gefnar upp.
Fjórir rafmótorar hugmyndabílsins eru staðsettir nálægt hverju hjóli til að leyfa átaksstýringu á hverju og einu og skila því sem Mercedes lýsir sem einstökum aksturseiginleikum jafnt innan sem utan vega.
Tveggja þrepa kassi gerir ráð fyrir sömu lágmarkslækkun á gírum fyrir hægan torfæruakstur. Kassinn er fáanlegur í gerðum með brunavél.
G-Class var endurhannaður árið 2018 þegar burðarvirkið var einnig endurnýjað. Jeppinn hélt þó sínu upprunalega útliti en bíllinn var fyrs kynntur árið 1979.
Þessi hugmyndaútgáfa EQG heldur köntuðu útliti jeppans en eitt og annað „rafmagnað“ greinir hann þó frá hinum.
Varadekkið hefur verið fjarlægt og skipt út fyrir læsanlegan kassa sem er með svipuðu útliti og hönnun vegghleðslutækis rafbílsins. Mercedes bendir á að hægt sé að geyma hleðslusnúruna þar.
Ofan á bílnum er flöt þakgrind með hvítri LED ræmu meðfram frambrúninni sem Mercedes segir uppfæra ljóskastarana á sumum jeppum í dag. Upplýstar rendur sýna hlífðarklæðningar á yfirbyggingunni.
„Fyrir okkur var það mikilvægasta að halda öllu erfðaefninu eða „DNA“ G-Class-jeppans en beina því inn í öld rafmagnsins,“ sagði Gordon Wagener, yfirmaður hönnunar Daimler, í yfirlýsingu.
Ola Kallenius, forstjóri Daimler, móðurfyrirtækis Mercedes, lofaði fyrst rafmagns G-Class í júlí á þessu ári á þingi sem haldið var á vegum Automobilwoche, sem er systurútgáfa Automotive News Europe.
Hann sagði á þinginu að framtíð lúxusjeppans væri tryggð, þrátt fyrir sérstöðu.
„Áður fyrr voru umræður um hvort við ættum að hætta með þessa gerð. Eins og ég sé hlutina núna myndi ég segja að síðasti Mercedes sem smíðaður verður, verður G-Class”, sagði Kallenius.
Daimler ætlar að setja saman hágæðavörumerki Mercedes, AMG, Maybach og G-Class í einn hóp til að nýta betur tækifærin til hagnaðar.
(Automobile News Europe – myndir Mercedes)
Umræður um þessa grein