Askja frumsýnir EQS alrafmagnaðan sportjeppa
Fyrsti alrafmagnaði lúxusjeppinn í fullri stærð frá Mercedes-EQS.
Bílaumboðið Askja frumsýndi á fimmtudagskvöldið 12. janúar nýjan og glæsilegan rafmagnaðan EQS sportjeppa (SUV) frá Mercedes-EQS fyrir boðsgestum í aðalstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11.
Það var greinilegt að hér voru margir komnir og biðu þess spenntir að sjá þennan nýja rafbíl, en þegar komið var í salinn biðu þar þrír bílar undir yfirbreiðslu.
616 kom drægni á rafmagni
Við munum að sjálfsögu fjalla nánar um þennan nýja bíl þegar tækifæri gefst til að skoða hann nánar, en hér á eftir eru helstu kostir hans tíundaðir af hálfu Öskju:
EQS SUV er rafmagnaður lúxusjeppi með einstaka afkastagetu og drægi hans er allt að 616 kílómetrar.
EQS SUV setur ný viðmið fyrir rafmagnaðri framtíð í flokki lúxusjeppa með einstakri hönnun og glæsilegu innra rými.
Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið, góða veghæð og loftpúðafjöðrum sem skilar sér í framúrskarandi akstursgetu.
EQS SUV verður fáanlegur með allt að 22kW, þriggja fasa hleðslugetu sem hleður bílinn frá 0-100% á 5,5 klukkustund. Hraðhleðslugeta bílsins er 200kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægni á aðeins 15 mínútum og hlaða bílinn 10-80% á u.þ.b. 30 mínútum.
Bíll sem dekrar við þig og verndar öllum stundum, segir á heimasíðu Öskju.
Til viðbótar við sjö sæti í nýjum EQS SUV er afturás með stýringu staðalbúnaður sem býður upp á ótrúlega lipurð í akstri.
Stafræn lýsing í hátæknivæddri framljósatækni bílsins varpar merkingum og viðvörunartáknum á veginn.
Tæknin eykur til muna öryggi í akstri í óvissum aðstæðum.
Flæðandi og hnökralausir yfirborðsfletirnir skapa glæsilegt samspil skýrleika og kraftmikillar hönnunar á yfirbyggingu.
Sérvaldar innréttingar og fíngerðar LED ljósaeiningar gefa innanrými hágæða svipmót og glæsileg litasamsetning dregur fram mikla tilfinningu fyrir rýminu.
Allt að 616 km drægni og 1800 kg dráttargeta.
?
Umræður um þessa grein