2021 Ford Bronco verður frumsýndur 9. júlí
Það er loksins næstum komið að því segja bílavefsíðurnar! Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Ford að það ætti að frumsýna nýja Bronco 2021 í næsta mánuði og nú höfum við opinbera dagsetningu – 9. júlí 2020.
Þrátt fyrir að Ford hafi ekki sent frá sér neinar nánari upplýsingar né myndir svona fyrir fram ennþá til kynningar á nýja Bronco höfum við þegar séð nokkrar „njósnamyndir“ og nokkrar fréttir um það sem við getum búist við.
Til að byrja með verður jeppinn boðinn í tveggja og fjögurra dyra útfærslum. Búist er við að grunnvélin verði túrbó 2,3 lítra fjögurra strokka, en túrbó 2,7 lítra V6 getur einnig verið valkostur.
Einnig hafa birst fréttir um að Bronco 2021 verði boðinn með sjö gíra handskiptingu og það lítur út að Bronco Raptor sé líka í pípunum eins er. Búist er við að Bronco Raptor komi fram á árinu 2022 og að því að bílavefir segja verður hann með sömu túrbó V6 lítra V6 og Explorer ST.
Umræður um þessa grein