Zagato breytti Alfa Romeo Giulia í glæsilegan tveggja dyra Coupe
Alfa Romeo mun fagna 100 ára samstarfi sínu með sérsmíðaverkstæði Zagaoto með þessari einstöku tveggja dyra Giulia
Samstarf er fallegt, sérstaklega þegar það varir í nokkra áratugi, eða í þessu tilfelli, 100 ár, segir bílavefur Jalopnik.
Eitthvað sem endist svo lengi, á skilið sérstaka gjöf, langt fyrir ofan fína kvöldverði eða utanlandsferð.
Það sem slíkt þarfnast er sérsmíðaður bíll, eins og Alfa Romeo Giulia, smíðaður til að fagna 100 ára starfi með mönnum eins og vagnasmiðnum Zagato.
Ítalska hönnunarhúsið, sem hefur áður komið að smíði bíla frá fyrirtækjum eins og Aston Martin og BMW, ákvað að það væri kominn tími til að takast á við annan bíl í línu Alfa Romeo.
Í gegnum árin hafa fyrirtækin tvö búið til bíla eins og hinn ágæta Alfa Romeo SZ og hinn glæsilega Alfa Romeo TZ3 Stradale frá Zagato.
Nú hefur tvíeykið aftur unnið að því að búa til einstakan tveggja dyra sportbíl sem byggður er á Alfa Romeo Giulia.
Hinn einstaki Alfa Romeo Giulia SWB Zagato, var hannaður af hönnuðum frá Zagato ásamt Alejandro Mesonero, yfirmanni hönnunar hjá Alfa Romeo.
Bíllinn byrjaði sem Giulia Quadrifoglio með tvítúrbó V6 vél.
Þegar Zagato hafði fengið bílinn í hendurnar, stytti hann allan bílinn til að „hámarka yfirhang hans og hjólhaf“.
Þegar búið var að stytta bílinn, fór Zagato að breyta fjölskyldubílnum í sportbíl.
Það þýddi að setja bílinn í koltrefja yfirbyggingu, með vísun til eldri tíma, sem dró fram áhrif frá fyrra Alfa Romeo samstarfi.
Ef byrjað er að skoða bílinn að aftan, minnir kantaður afturendinn minnir á TZ3 og rennur inn í hið einkennandi tvöfalda loftbóluþak Zagato.
Að framan er langi, hallandi framendinn með þreföldu ljósunum sem eru á SZ.
Þetta lítur allt vel út, sérstaklega með þríhyrningslaga grilli Alfa að framan.
Það er líka þessi yndislegi græna áferð, sem ég er mikill aðdáandi af, segir Jalopnik.
Fleiri bílar ættu að koma í grænum lit.
En það er ekki bara útlitsuppfærsla sem Zagato hefur gefið Giulia.
Fyrirtækið hefur endurunnið 2,9 lítra tveggja túrbó V6 frá Giulia GTAm, sem framleiðir nú 533 hestöfl og 599 Nm tog samkvæmt Road & Track.
„Ef þér líkar það sem þú sérð hér, þá hef ég slæmar fréttir“ segir Jalopnik-vefurinn – „þessi einskiptisbíll hefur þegar verið seldur“.
Samkvæmt Zagato verður bíllinn fljótlega sendur til þýska safnarans sem er nú þegar með „marga Alfa Romeo í bílskúrnum sínum, þar á meðal, auk sjaldgæfra 8C Competizione, allar mismunandi gerðir nýlegra tíma Alfa Romeo“.
(vefur Jalopnik)
Umræður um þessa grein