VW mun bjóða upp á öflugra og rennilegra afbrigði af ID4 með aldrifi
Volkswagen er með áætlanir um afbrigði af ID4 rafbílnum sínum sem aðeins notar rafhlöður, sem mun hafa meiri kraft, sportlegri hönnun og fjórhjóladrif, að sögn heimildarmanna fyrirtækisins við Automotive News Europe.
ID4 GTX mun skila 306 hestöflum, meira en öflugustu útgáfurnar af ID3 fólksbílnum og ID4 „crossover“ sem nú eru í boði.
Munurinn er sá að ID4 GTX bætir 102 hestafla (75 kW) rafmótor við framöxulinn en er jafnframt með sama 150 kW rafmótor og systkini hans að aftan. Með því að skila afli til beggja öxla veitir ID4 GTX aldrif.
Þetta viðbótarafl hraðar ID4 GTX frá 0 til 100 km/klst á 6,2 sekúndum, segja heimildarmenn fyrirtækisins.
Gallinn við að hafa rafmótora á báðum öxlum er að áætlað WLTP-vottað aksturssvið ID4 GTX á rafmagninu verður 470 km samanborið við 520 km hjá ID4 Pro Performance. Báðar útgáfur af þessum verða með 77 kílóvattstunda rafhlöðu.
ID4 GTX mun hafa meira kraftmikið útlit en systkini sín til að mæta markaðskröfum þar sem VW virðist höfða til fólks með ævintýralegan lífsstíl, sögðu heimildirnar.
Frumsýndur næsta vor
Ráðgert er að ID4 GTX verði frumsýndur næsta vor og búist er við að bíllinn komi til evrópskra söluaðila nokkrum mánuðum síðar. Ekki hefur verið tilkynnt um verðlagningu en búist er við að bíllinn verði dýrari en 58.500 evru grunnverðið (um 9 milljónisr ISK) fyrir hágæða Max útgáfuna af afturhjóladrifnum ID4.
Fyrstu eintök afturhjóladrifnu útgáfu bílsins, ID4 Pro Performance, ættu að koma til þýskra og hollenskra söluumboða fyrir áramót. Viðskiptavinir geta búist við að fá ökutæki sín frá byrjun febrúar, segja heimildarmenn.
VW hóf framleiðslu á staðalgerð ID4 í Zwickau í Þýskalandi í ágúst þar sem ID3 er einnig smíðaður. Framleiðsla á ID4 mun hefjast á þessu ári í verksmiðjum VW í Anting og Foshan í Kína.
Innflutningi ID4-bíla sem flytja á inn til Bandaríkjanna frá Þýskalandi hefur verið seinkað frá því í lok desember þar til seint á fyrsta ársfjórðungi 2021, að hluta til til að færa afgreiðslu crossover-bíla yfir á markaði í Evrópu, þar sem VW á yfir höfði sér háar sektir fyrir að ná ekki markmiðum um losun, en aukin hlutdeild rafbíla á markaði lagar þetta hlutfall.
Áætlað er að bandarísk framleiðsla á ID4 hefjist árið 2022 eftir að 800 milljóna dollara stækkun verksmiðju VW í Chattanooga er lokið.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein