VW flýtir áætlunum um lítinn rafbíl
FRANKFURT – Volkswagen er að flýta fyrirætlunum um að setja á markað rafknúinn smábíl, sem aðeins notar rafhlöður og sem verður minni en núverandi ID3-rafbíllinn.
Þessi litli rafbíll VW Up og hugsanlega einnig Polo, segja heimildarmenn innan fyrirtækisins við Automotive News Europe.
Bíllinn verður byggður á MEB grunni VW eins og ID3. Hann mun byrja á um 20.000 evrum (ISK 3.180.000). Það gæti verið kallaður ID2 með enn minni útgáfu sem kallast ID1, að því er fram kemur í þýskum blöðum.
VW hefur sett á laggirnar verkefnateymi til að leiða verkefnið fyrir þennan litla rafknúna bíl sem aðeins myndi nota rafhlöður (BEV eða Battery Electric Vehicle). Teymið færð það verkefni til að vinna að gerð Polo-stærðarinnar sem í fyrsta lagi myndi fara í sölu árið 2023.
Til að spara kostnað gæti rafbíllinn notað ódýrari litíum járnfosfat rafhlöðusellur, sem eru með minni orkuþéttingu.
„Rafmagnsútgáfan af Golf var með aðeins 36 kílówattstunda rafhlöðu og þar sem litli rafbíllinn er fyrst og fremst til þéttbýlisaksturs með takmörkuðu aksturssviði gæti ég ímyndað mér að rafhlaða af svipaðri stærð væri næg“, sagði heimildarmaður VW.
VW hefur ekki upplýst um það hvernig bifreiðin gæti litið út, hvenær hún gæti verið sett á markað eða hvar hún gæti verið smíðuð.
Nýi rafbíllinn mun hjálpa VW að draga úr losun koltvísýrings í flota sínum í Evrópu og hjálpa því að ná strangari markmiðum um lækkun sem ESB hefur sett. Það mun einnig opna rafrænan hreyfanleika fyrir stærri hluta bílakaupenda, sögðu stjórnendur VW.
VW hefur sagt að strangari markmið CO2 um losun koltvísýrings muni neyða það til að auka hlutfall tvinnbíla og rafknúinna ökutækja sem fyrirtækið selur í Evrópu í 60 prósent af heild sinni árið 2030 en er aukning sem nemur um 40 prósent miðað við fyrri markmið.
VW er að rúlla út nýjum rafbílum eftir að ID3 fór í sölu í Evrópu í september. Væntanlegum ID4 crossover, sem miðaður er við Bandaríkin og Kína sem og Evrópu, verður fylgt eftir með ID5 crossover sem er með coupé-útliti.
ID Buzz smábíllinn mun koma á markað árið 2022 og áætlað er að ID6 stóri fólksbíllinn byggður á Aero hugmyndinni verði settur á markað árið 2023 með akstursdrægni allt að 700 km.
VW Group mun auka fjárfestingar í rafhlöðuknúnum ökutækjum, sjálfstæðum akstri og tengdri framtíðartækni í um 73 milljarða evra, eða helming 150 milljarða evra fjárhagsáætlun fyrirtækisins til 2025, sagði bílaframleiðandinn 13. nóvember.
VW-samsteypan hyggst nú smíða 1,5 milljónir rafknúinna bíla fyrir árið 2025.
(Reuters og Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein