VW byrjar framleiðslu á ID4 rafbílnum í Þýskalandi
Volkswagen Group hefur hafið reglulega framleiðslu á ID4 crossover-bílnum, annarri gerðinni í fyrirhugaðri fjölskyldu rafknúinna ökutækja sem verða smíðuð og seld um allan heim.
ID fjölskyldan er grunnurinn í metnaðarfullu áætlun VW vörumerkisins um að smíða 1,5 milljónir rafknúinna ökutækja á ári árið 2025. VW Group hefur sagt að það muni eyða næstum 40 milljörðum dollara árið 2024 til að auka framleiðslu rafbíla í Evrópu, Kína og Bandaríkjunum.
Fyrsta framleiðsla ID4 er hafin í verksmiðju VW í Zwickau í Þýskalandi sem var breytt til að smíða eingöngu rafbíla, og nam kostnaðurinn við breytinguna um 1,4 milljarði dollara.
„Til lengri tíma litið verður bíllinn smíðaður og seldur í Evrópu, í Kína og síðar einnig í Bandaríkjunum,“ sagði forstjóri vörumerkis VW, Ralf Brandstaetter, í fréttatilkynningu á fimmtudag.
ID4 er áætlað að fara í sölu í Bandaríkjunum í lok ársins. Bandarísk framleiðsla verður í Chattanooga, Tennessee, nálægt núverandi verksmiðju VW, og er áætluð fyrir árið 2022.
ID4 og félagi hans, ID3 hlaðbakurinn, eru smíðaðir á séstökum grunni rafbíla sem Volkswagen kallar MEB. Sama grunni verður deilt með Ford sem hluta af víðtækara samstarfi við bandaríska bifreiðaframleiðandann. Ekki er búist við að ID3 verði seldur í Bandaríkjunum.
General Motors hefur sagt að gert sé ráð fyrir að byggja 1 milljón rafbíla á ári fyrir 2025, aðallega í Kína og Bandaríkjunum.
Ford hefur sagt að þeir hyggist smíða að minnsta kosti einn nýjan rafbíl í Evrópu á MEB grunninum og íhuga aðra gerð til viðbótar.
Forframleiðsla á ID4 er þegar hafin nálægt Shanghai.
(Reuters / Automotive News)
Umræður um þessa grein