Volvo rafmagnar alla sína bíla
Volvo Cars hverfur frá dísilknúinni fortíð sinni og heldur inn í rafmagnaða framtíð, að því að fram kemur í frétt á Automotive News Europe í dag.
Á heimsvísu mun hver ný gerð Volvo vera með rafmótor sem hluti af áætlun sænska bílaframleiðandans um að láta bíla sem eingöngu ganga fyrir rafmagni verða helmingur af sölu þeirra á heimsvísu árið 2025 – en afgangurinn er tvinnbílar.
XC40 Recharge P8 er rafmagnsútgáfa af söluhæstu gerð Volvo – XC40 crossover. Tvískiptur mótor rafbílsins skilar allt að 408 hestöflum og getur farið frá 0 til 97 km/klst á 4,7 sekúndum. Volvo áætlar að bíllinn verði með EPA-metið aksturssvið yfir 320 km.
Búist er við að annar nýr sportlegur rafknúinn crossover – C40 – komi á næsta ári, fylgt eftir með rafhlöðuknúnum XC90 crossover.
Á sama tíma hefur Volvo nýja „plús-stærð“ lúxus crossover í pípunum. XC100, byggður á næstu kynslóð af stigstækkandi grunni Volvo, er lýst sem svari Volvo við Mercedes-Benz GLS og BMW X7.
„Þetta er XC90, Range Rover, Cullinan allt í einu,“ sagði söluaðili sem kannast við áformin hjá Volvo við Automotive News fyrr á þessu ári.
S60: Grunngerð fólksbíla Volvos fær „frískun“ árið 2022 og fær mildan blending sem er staðalbúnað.
V60: Sem lítur út eins og minni V90. Hann er fáanlegur með 2,0 lítra fjögurra strokka vél, með turbó til að framleiða 250 hestöfl fyrir framhjóladrifna T5 útgáfu. Fyrirhugað er að endurbæta V60 fyrir árið 2022, þegar hann fær milda blendingsútgáfu Volvo.
S90: Flaggskips-fólksbifreiðin verður kynnt endurbætt í þessum mánuði. Það mun fela í sér uppfærslur að framan og aftan og bæta við fleiri öryggiseiginleikum sem verða staðalbúnaður. Uppfærða gerðin mun nota áfram núverandi vélar. Búist er við endurhönnun árið 2023.
V90: Stóri bíllinn kom á markað árið 2017 og síðan fylgt eftir með fjórhjóladrifinni gerð næstum ári síðar. Fyrirhugað er að koma með endurbætta gerð í þessum mánuði, flytja núverandi vélar í uppfærða bílinn og fá uppfærslur á fram- og afturenda. Full endurhönnun gæti komið árið 2023. Næsta kynslóð V90 mun byggjast á uppfærðum SPA-grunni Volvo.
C40: Búist er við að nýi sportlegi rafknúni crossover-bíllinn komi á markað síðari hluta ársins 2021. Hann verður með hallandi þaklínu og er með innblásna hönnuná grilli frá rafbílunumu. Nýja hönnunin skiptir grillinu út fyrir að hluta til lokaða loftrás þar sem engin brunahreyfill er til staðar til að kæla. Einnig er búist við gerð með brunahreyfli.
XC40: Búist er við að söluhæsta gerð Volvo fái „frískun“ á fyrsta ársfjórðungi 2022. Gerðs em aðeins notar rafmagn, sem við þekkjum hér á landi – XC40 Recharge P8 – mun koma til Bandaríkjanna í haust.
XC60: Millistærðar crossover var endurhannaður sem 2018 gerð og T8 plug-in-hybrid eða tengitvinngerð var kynnt. Endurnýjun er væntanleg á seinni hluta ársins 2021, hugsanlega með Android-knúðu upplýsinga- og afþreyingarkerfi.
XC90: Stóri crossoverinn fékk minniháttar „frískun“ í fyrra, þar á meðal nýtt grill og 2 + 2 + 2 sæti. Áætlað er að endurhönnun verði árið 2022 en þá bætist við framleiðsla í verksmiðju Volvo í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Næsta kynslóð XC90 mun frumkynna nýja SPA2 grunninn og mun innihalda drifrás með mildum-blendingi. Endurhönnuð gerð mun einnig verða með háþróaða sjálfvirka aksturstækni.
XC100: Hinn nýi stóri crossover verður byggður á uppfærðum SPA-grunni Volvo og er búist við að hann komi í tveimur útgáfum – sjö sæta og sex sæta með „skipstjórastólum“. Framleiðsla ætti að hefjast vorið 2023 í Suður-Karólínu og búist er við að bíllinn komi í sölu á því ári.
(frétt á Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein