Volkswagen T-Roc fær „Black Edition“ útlit
Samkvæmt bílavefnum Autocar á Englandi hefur Volkswagen kynnt nýtt útlit á T-Roc, með dökkum áherslum í útliti og uppfærðum búnaði fyrir hinn vinsæla sportjeppa, sem okkur finnst vel við hæfi að sýna einnig hér á okkar vef, þótt sennilega verði þetta ekki í boði hér heima.
Pakkinn kallast „Black Edition“ og byggir á SE pakkanum, og 1,0 lítra 113 hö TSI bensín.
Svarta útgáfan er með dökkt yfirbagð á grillinu, hurðarspeglum, þakbogum og útblástursröri. Þetta nær einnig til 18 tommu álfelga á T-Roc.
Að auki er bíllnn með dekkt gler að aftan og nýtt merki á C-bitanum. LED framljósum er einnig bætt við.
T-Roc Black Edition fylgir í fótspor Touareg Black Edition sem nýlega var kynnt á Bretlandsmarkaði.
Líka dökkt innanrými
Að innan geta kaupendur Black Edition búist við „píanósvörtu“ mælaborði, svartri þakklæðningu, gírskiptihnúð með leðri og sportstýri með andstæðum gráum saumum og hvítri umhverfislýsingu og lýsingu á gól.
Eins og með restina af T-Roc sviðinu er hægt að tilgreina Black Edition með Vínar-leðuráklæði, Beats-hljóðhljóðpakka og sportsfjöðrun, allt fáanlegt sem viðbótarkostir.
Frekari staðalbúnaður er með aðlagaðan skriðstilli, bílastæðaskynjarar að framan og aftan og rafhitaðan og aðfellanlegan hurðarspegil með innbyggðum inngönguljósum, sem allt kemur frá frá SE-gerðinni.
Aðeins í gerð með framhjóladrifi
Samkvæmt fréttinnni á Autocar fæst Black Edition T-Roc eingöngu í framhjóladrifi, nokkuð er ekki eins spennandi hér á landi. Kaupendur geta valið um fjóra vélaraflsvalkosti, sem eru 1,0 og 1,5 lítra TSI bensínvélar og 1,6 og 2,0 lítra TDI dísilvélum, sem eru 113 hö og 148 hö.
Umræður um þessa grein