Volkswagen sagt ætla að koma með Scout sem rafbíl
Einn af fyrstu jeppunum mun snúa aftur til Bandaríkjanna í upprunalegri mynd og sem rafbíll
Stundum eru góðar fréttir í heiminum og í dag er ein slík á ferðinni: Búist er við að stjórn Volkswagen samþykki á miðvikudag áætlun um að endurvekja Scout-jeppann, að þessu sinni sem rafbílamerki með jeppa og pallbíl til að hefja nýjan línu.
Það er bílavefurinn Jalopnik sem færir okkur þessar fréttir og byggir á upplýsingum frá Wall Street Journal:
Samkvæmt áætluninni, sem áður hefur ekki verið greint frá, ætlar þýska fyrirtækið, sem er ekki stórt í Bandaríkjunum en einn stærsti bílaframleiðandi í heiminum, að setja á markað nýjan rafknúinn sportjeppa undir merki Scout og Scout pallbíl, einnig rafdrifinn.
Búist er við að stjórn VW samþykki áætlunina á miðvikudag, að sögn þeirra sem þekkja til dagskrá fundarins.
Áætlunin myndi sjá Scout starfa sem dótturfyrirtæki VW í Bandaríkjunum ásamt öðrum VW vörumerkjum; Volkswagen, Audi, Porsche, Lamborghini og Bentley.
Yrði þetta fyrsta skipti sem VW býr til nýtt vörumerki með aðsetur í Bandaríkjunum undir stjórn VW og vonast er til að Scout-nafnið geti hjálpað fyrirtækinu að brjótast inn á harðvítugan og mjög arðbæran bandarískan markað fyrir stóra jeppa og pallbíla.
VW vonast til að selja allt að 250.000 Scout bíla á ári í Bandaríkjunum, en framleiðsla á að hefjast árið 2026, að sögn þeirra sem vita.
International Harvester seldi upphaflega Scout-jeppann frá 1961 til 1980, en framleiðandinn fór á hausinn árið 1985 eftir næstum 80 ára framleiðslu. VW eignaðist það sem eftir var af International árið 2020 með kaupum sínum á Navistar International Corp.
Scout var fjórhjóladrifinn valkostur við Jeep eða Land Rover og verið dáður mjög alla tíð fyrir harðgerða, kubbaða hönnun og óvenjulega innréttingu.
Hinar miklu vinsældir Ford Bronco sem nýlega hefur verið endurlífgaður (beinn keppinautur Scout á áttunda áratugnum) hafa örugglega verið ástæðan fyrir hugmyndinni um að koma Scout fram á sjónarsviðið aftur.
(frétt á vef Jalopnik)
Umræður um þessa grein