Uppfærður Subaru Forester kynntur í Japan
- Væntanlegur Forester Wilderness mun næstum örugglega byggja á nýju hönnuninni
Uppfærður Subaru Forester hefur verið kynntur í Japan. Autoblog-vefurinn telur er næstum öruggt að þessi andlitslyfting sé forsýning á því sem búast megi við þegar hinn vinsæli crossover fær uppfærslu sína á miðju tímabili kynslóðar í Norður-Ameríku, eins og kynningarmyndir á Forester Wilderness hafa einnig gefið til kynna.
Við eigum svo eftir að sjá hvernig þetta skilar sér í nýjum Forester hér á Evrópumarkaði.
Nýi framendinn lítur út fyrir að vera aðeins svipmeiri en núverandi Forester. Endurhönnuð, ferköntuð framljós fá uppfært útlit sem vísar í átt að nýju, hyrndara grilli. Undir þeim gefa útstandandi brúnir ekki aðeins meiri svip heldur geta þær verndað framljósin örlítið betur í minniháttar rispum á bílastæðum.
Nýr umbúnaður þokuljósa er betur samþættur við útlínur stuðarns. Sumt krómað (eða svart, allt eftir búnaðarstigi) bæta einnig útlitið að mati Autoblog. Á heildina litið lætur bíllinn virðast betur hannaður.
Færri uppfærslur virðast að aftan. Afturljósin og afturhlerinn virðast halda sömu lögun.
Sömuleiðis virðist innréttingin ekki hafa breyst verulega. Engu að síður getum við ekki verið viss um að innri markaðurinn á Japan muni skila sér alfarið yfir til Bandaríkjanna (og svo til Evrópu).
Væntanlegur Forester Wilderness líklega svipaður
Athygli vekur þó að væntanlegur Forester Wilderness mun líklega nota þessar útlitsbreytingar sem grunn. Það sáust kynningarmyndir af nýja Wilderness í síðustu viku og margt bendir til þess að þetta verði svipað.
Nýja útlitið gefur Forester aðeins meiri karakter. Framendinn á eldri bílnum var ekki með sterkan svip svo það má alveg breytast.
Þar sem fréttir herma að Forester Wilderness muni verða frumsýndur 2. september gerum við ráð fyrir að uppfærði Forester verði formlega frumsýndur á sama tíma.
Umræður um þessa grein