Uppfærður Honda CR-V 2021 afhjúpaður
Honda CR-V endurskoðaður með nýjum innréttingum og aukinni tækni – en blendingsdrifrásin er óbreytt.
Honda hefur kynnt uppfærða útgáfu af CR-V. Endurskoðaður sportjeppinn, mun væntanlega koma í sölu á næstu mánuðum og bjóða upp á úrval af uppfærslum í útliti, búnaði og tækni.
Mest áberandi uppfærslurnar á CR-V er að finna í innanrýminu, klæðning á miðjustokki, hurðarspjöldum og mælaborðinu er nú með nýja silfuráferð en EX-gerðin er nú með þráðlausa hleðslutæki fyrir snjallsíma.
Að utan er þetta minna áberandi, sést meðal annars á nýjum 18 tommu álfelgum og lituðum rúðum sem er nú staðall í öllu framboðinu. CR-V er nú einnig með Honda merkið með bláum hring og nýjasta merki fyrirtækisins, e:HEV, sem talið er að tákni „rafmögnuð tækni“.
Þrátt fyrir að vera með sama merki og nýjasta útgáfa Jazz hefur þessi uppfærði CR-V ekki hlotið nýju drifrásina – eða e:HEV blendings aflrás. Eins og gamli bíllinn er CR-V enn með i-MMD kerfi Honda sem samanstendur af 143 hestafla 2,0 lítra fjögurra strokka bensínvél, tveimur rafmótorum og lítilli rafhlöðu. Rafmótorarnir geta búið til allt að 315 Nm tog – og á lágum hraða getur CR-V ekið um á rafmagni einum.
Að lokum hefur Honda gert nokkrar lagfæringar á undirvagni CR-V. Í fyrsta lagi er nýtt fjöðrunarkerfi, sem fyrirtækið segir að hafi bætt aksturseiginleika sportjeppan og akstursþægindin. Það er einnig komin endurskoðuð útgáfa af rafstýrðu aflstýrinu, sem fyrirtækið segir að hafi betrumbætt stjórnhæfileika bílsins á lægri hraða.
(byggt á frétt á Auto Express – myndir Honda)
Umræður um þessa grein