Toyota Supra er „japanskur vígamaður“ með hjarta frá BMW
Fimmta kynslóð japanska sportbílsins er með sex strokka línuvél frá þýska framleiðandanum BMW
Autonotive News Europe er að fjalla um væntanlega fimmtu kynslóð Toyota Supra og spyr hvað gerir Toyota Supra að Toyota Supra? Yfirverkfræðingurinn Tada, sem stjórnaði hönnuninni segir að það hafi meira að gera með það hvaða mótor er notaður en hver smíðar hann í raun. Það er helsta ástæðan fyrir því að stærsti bílaframleiðandi Japan ákvað að setja þýska hönnun á mótor frá BMW í stað þess að nota vél frá sér í endurhönnun á sportbílnum sem haldið hefur uppi merki Toyota.
Frumsýndur í Detroit í næsta mánuði
Fimmta kynslóð Supra sem verður frumsýnd á bílasýningunni í Detroit í næsta mánuði mun vera með sex strokka línuvél vegna þess að Toyota segir að ímynd bílsins byggist á því. Allar fyrri gerðir Supra vöru með sex strokka línuvél. Viðskiptavinir búast ekki við öðru í næstu kynslóð segir yfirverkfræðingurinn Tada. Og það er vandamálið: Toyota á ekki lengur neinar sex strokka línuvélar. Þess í stað notar Toyota sömu 3,0 lítra sex strokka túrbóvélina sem er í BMW Z4 roadster. Hún er með 300 hestöfl, segir Tada, þótt Toyota hafi ekki tilgreint aflið nákvæmlega ennþá. Rannsóknir Toyota sýndu að eini eiginleiki Supra væri að vera með sex strokka línuvél. „Sex strokka línuvél er eina vélin með fullkomnu jafnvægi og lítinn titring. Við getum kallað fram mýkt í akstri með spennandi hljóði“, sagði Tada í nýlegum reynsluakstri Supra á kappakstursbraut suðaustur af Tókýó. Þessi vél er nýhönnuð fyrir BMW 3 seríuna, Z4 og Supra, með nokkrum nýjum tækniatriðum til að bæta afl og útblástur, sagði Tada. Hún uppfyllir strangar Euro 6 losunarreglur.
Meira þýskt DNA í Supra
En Supra er með meira frá BMW en vélina. Bíllinn deilir einnig Z4 8 þrepa sjálfskiptingu, undirvagni, grunngerðp og mörgum vélrænum hlutum. Bílarnir tveir voru þróaðir saman af þýska-japanska tvíeykinu samkvæmt samkomulagi frá 2012. Toyota hefur einnig fínstillt vélina, gírkassann og undirvagninn eftir sínu eigin höfði.
Forsmekkur á bílasýningunni í Tokyo
Supra-aðdáendur geta fengið smá forsmekk á þessum nýja Supra fyrir Detroit-sýninguna, því Gazoo Racing deild Toyota mun sýna GR Supra Super GT hugmyndabíl á bílasýningunni í Tókýó, sem verður haldinr 11. Til 13. Janúar. Myndir sem hafa birst af bílnum sýnir svartan Supra með stóran kappakstusvæng að aftan. Supra er fyrsta upprunalega varan sem er þróuð af Gazoo Racing Co., sem var klofið frá móðurfyrirtækinu á síðasta ári sem innra undirfyrirtæki í endurskipulagningu til að hagræða rekstri. Þrátt fyrir metnað Toyota í bílaíþróttum, byggja tveir sportbílar þeirra ennþá á vélum sem eru ekki einu sinni smíðaðar af Toyota. Supra fær vél frá BMW. Hinn sportbíllinn, Toyota 86, fær fjögurra strokka þverstæða vél frá samstarfsaðilanum Subaru, sem einnig setur bílinn saman.
En það gæti farið svo aðToyota þurfi ekki lengi að fá að láni frá öðrum.
Tada, sem er aðalverkfræðingur Gazoo Racing, sagði að deildin þrói nú nokkrar af eigin sportlegum vélum sínum fyrir fjöldaframleiðslu bíla. Tada neitaði að gefa nánari upplýsingar, svo sem hvort vélin séu nýjan orkugjafa eða einfaldlega endurbætt útgáfa af núverandi vélum. En hann segir að rafmagnstæknin gæti spilað í áætlanirnar.
„Eins lítil og mögulegt er“
Endurnýjuð Supra fær lágan þyngdarpunkt, verður breiður á milli hjóla og með stutt hólahaf sem á að tryggja snerpu og góiða aksturseiginleika, segir Toyota. Það státar einnig með 50-50 þyngdardreifingu að framan og aftan og stífleika á yfirbygginu sem byggist á koltrefjum. Bíllinn er auðkenndur með kóðanum A90, eftir fyrri A50-A80s.
Meðal annarra upplýsinga frá Toyota, mun Supra fá fjóra stillanlega dempara sem staðalbúnað. Kerfið lækkar sjálfkrafa bílinn um 7 mm eftir þörfum til að fá betri eiginleika og grip í beygju.
Hann verður einnig með rafrænt virkt mismunadrif. Kerfið sendir afl til þess afturhjóls sem þarf til að fá betri grip. Að lokum, aukinn stífleiki og diskahemlar með stórum diskum og fjögurra stimpla Brembo hemlum auka á öryggið.
„Við lögðum áherslu á að gera þennan bíl eins lítinn og mögulegt er. Þetta kemur allt í litlum pakka og ökumaðurinn getur alltaf fundið hornið á fjórum dekkjum“, sagði Tada. „Það hins vegar ákvað aftur á móti breidd bílsins, sem gerði það ómögulegt fyrir okkur að búa til aftursæti. Þannig að við höfum búið til tveggja sæta bíl þrátt fyrir andstöðu frá söludeild okkar“.
Síðast árið 2002
Toyota hætti að selja síðasta Supra í Norður-Ameríku árið 1998 en bíllinn hélst áfram í framleiðslu á öðrum mörkuðum til ársins 2002. Toyota hefur átt í erfiðleikum með sportbíla síðan þá.
Síðasta kynslóð Supra var með tvöfalda-túrbó sexu sem gaf þessu „næstum súpersportbíl“ hröðun frá 0 til 96 km/klst undir 5 sekúndum og hámarkshraða 241 km/klst.
?
Umræður um þessa grein