Toyota mun selja Highlander 7 sæta sportjeppa í Evrópu
Toyota mun kynna nýjan stóran sportjeppa Highlander í Vestur-Evrópu í fyrsta skipti þegar þeir auka úrvalið af tengitvinnbílum/hybrid.
Innkoma sjö sæta sportjeppa á markaðinn árið 2021 mun auka úrval Toyota af bensín-rafknúnum sportjeppum í fjóra þar á meðal Yaris Cross sem einnig kemur í sölu árið 2021.
Toyota selur nú tengitvinnútgáfur af C-HR og RAV4 sportjeppum í Evrópu.
Toyota sagði að tilkoma Highlander Hybrid tengitvinnbílnum myndi loka gati í framboði framleiðandans á markaðnum.
Áfram eftirspurn eftir sjö sæta bílum
„Við höldum áfram að sjá eftirspurn eftir sjö sæta bílum í Evrópu, en það breyttist frá fólksbifreiðum yfir í jeppa,“ sagði talsmaður Toyota.
Toyota selur Prius +, Land Cruiser jeppann og Proace Verso LCV „minivan“ með sjö eða fleiri sætum.
Highlander er næstsöluhæsti jeppi Toyota í Bandaríkjunum eftir RAV4 en fyrirtækið takmarkar sölu í Evrópu af núverandi gerð á fáum mörkuðum, þar á meðal Rússlandi.
Fjórða kynslóð bílsins, sem kynnt var í bílasýningunni í New York í apríl á síðasta ári, bætti nýtinguna á blendingsútgáfunni um 24 prósent og gerði bílinn þannig álitlegri í Evrópu.
Með hybrid-drifrás með drifi á öllumhjólum mun bíllinn ná CO2-tölunni 146 g/km eins og það er mælt með WLTP mælikerfinu, að sögn fyrirtækisins. Bíllinn sameinar 2,5 lítra fjögurra strokka bensínvél með tveimur rafmótorum fyrir samanlagt afköst sem eru 241 hestöfl. Orka sem endurheimt er frá hemlun er geymd í nikkelmálmhýdríð rafhlöðu.
Highlander mælist 4950 mm að lengd, 110 mm lengri en Land Cruiser jeppi Toyota. Einn af fáum keppinautum Highlander Hybrid í stórum almennum jeppaflokki verður komandi Ford Explorer í tengitvinnútgáfu/hybrid.
Rými innanhúss er sveigjanlegt vegna rennibrautar fyrir aftari sætaröðina. Farangursrýmið er 658 lítrar þegar þriðja sætaröðin er felld niður og fer í 1.909 lítra þegar önnur og þriðja röðin eru lagðar niður.
Bandarísk framleiðsla
Bíllinn deilir TNGA-K pallinum með Camry miðstærðar fólksbílnum. Evrópskar gerðir verða smíðaðar í bandarísku verksmiðjunni Toyota í Indiana, Ohio, að sögn fyrirtækisins.
Búnaður í beryr búinni sérstakri útgáfu mun vera með 12,3 tommu snertiskjá, með frekari upplýsingum sem ökumaðurinn mun sjá á „head-up“ skjá. Einnig er hægt að hlaða þráðlausa síma, loftræstinger í sætum og handfrjáls rafdrifin opnun á afturhlera, sem er sett í gang með því að sparka í rýmið undir afturstuðara. Toyota undirstrikaði einnig stafræna baksýnisspegilinn, sem notar skjá til að koma mynd til skila að betri yfirsýn fyrir aftan bílinn.
Virkur öryggisbúnaður á bílnum mun innihalda aðlagaðan skriðstilli, aðstoð við að halda akrein og virkri stýringu til að forðast árekstur.
Verð mun koma í ljós nær markaðssetningunni í Evrópu.
Umræður um þessa grein