Toyota bZ4X rafbíllinn aðeins á kaupleigu í Japan
Toyota kynnir fyrsta rafbílinn í varkárri markaðssetningu þegar keppinautarnir fara á fullt
Toyota hefur hafið afhendingar bZ4X rafmagns crossover-bílnum í Japan og Evrópu
Samkvæmt eftirfarandi frétt frá fréttastofu Reuters setti Toyota bZ4X, fyrsta fjöldaframleidda rafbílinn sinn, á markað í Japan eingöngu á kaupleigu. Það er stefna sem bílaframleiðandinn segir að muni hjálpa ökumönnum að draga úr áhyggjum um endingu rafhlöðunnar og endursöluverðmæti; nokkuð sem vakið hefur athygli greiningaraðila á markaði.
Bensín-rafmagns tvinnbílar eru enn mun vinsælli á heimamarkaði Toyota en rafbílar, sem voru aðeins 1 prósent af seldum fólksbílum í Japan á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum úr bílgreininni.
Samt sem áður vex markaðurinn hratt og erlendir bílaframleiðendur, þar á meðal Tesla, eru að ryðja sér til rúms á götum borga eins og Tókýó.
Með því að sameina tryggingar, viðgerðarkostnað og rafhlöðuábyrgð inn í samninginn mun Toyota leigja bZ4X jeppana á jafnvirði 5,2 milljóna ISK fyrstu fjögur árin. Afpöntun á fyrstu 48 mánuðum þýðir aukagjald.
Þótt viðtökur við rafbílum hafi verið hægar í Japan, mun það breytast og Toyota gæti átt á hættu að missa markaðshlutdeild með því að einbeita sér að leiguaðferðinni frekar en kaupum, sagði Christopher Richter, sérfræðingur CLSA.
„Allt sem þú ert að gera sem gerir það erfiðara að kaupa er kannski ekki gott,“ sagði hann.
„Þetta er stefna sem ég er ekki svo hrifinn af. Hún gefur til kynna að Toyota sé að taka heimamarkaðnum svolítið sem sjálfsögðum hlut.”
Toyota sagði í desember að það myndi skuldbinda 8 milljarða jena til að rafvæða bíla sína fyrir árið 2030.
Toyota stefnir að því að leigja 5.000 af þessum framhjóladrifna crossover á yfirstandandi fjárhagsári – um það bil sama magn rafbíla og sérfræðingar áætla að Tesla hafi selt í Japan á síðasta ári.
Bílaframleiðandinn ætlar að hefja afgreiðslu á bZ4X á öðrum mörkuðum síðar á þessu ári, og forpantanir eru þegar hafnar í sumum Evrópulöndum, þar sem bíllinn verður fáanlegur í gegnum leiguáætlun sem felur í sér viðhald, uppsetningu á heimahleðslutæki og aðgang að tengdri þjónustu.
Framhjóladrifinn bZ4X hefur allt að 516 km drægni á fullhlaðinni rafhlöðu samkvæmt WLTP prófunarfyrirkomulagi Evrópu, segir Toyota. Fjórhjóladrifsútgáfan hefur allt að 470 km drægni.
Toyota hefur ekki ákveðið hvenær það mun hefja sölu á bílunum í Japan, sagði talsmaður.
Rafbílar urðu vinsælir í Evrópu í gegnum leiguáætlanir sem vinnuveitendur bjóða upp á og Toyota gæti verið að reyna svipaða aðferð til að gera rafbíla vinsæla, sagði Seiji Sugiura, háttsettur sérfræðingur hjá Tokai Tokyo Research Institute.
Viðskiptavinir sem eru í fyrsta skipti hafa áhyggjur af endingu rafhlöðunnar og mögulegri lækkun á uppítökuverðmæti með tímanum, sagði Shinya Kotera, forseti KINTO, Toyota-deildarinnar sem býður upp á leigusamningana. „Það er hlutverk okkar að eyða kvíða,“ gagnvart rafbílum, sagði hann.
Innflutningur á bílum sem aðeins nota rafgeyma til Japans jókst næstum þrisvar sinnum í 8.610 farartæki árið 2021, samkvæmt upplýsingum úr bílgreininni. Sérfræðingar áætla að um 60 prósent þeirra hafi verið Tesla.
Samt halda japanskir bílaframleiðendur sig á varkárari nótum við að skipta yfir á alrafmagnaða bíla.
Toyota var brautryðjandi með tvinnbílinn fyrir meira en tveimur áratugum og hefur mikinn metnað fyrir bæði tvinn- og vetnisknúna bíla, jafnvel þó að fyrirtækið sé að fjárfesta meira til að auka framboð bíla sinna sem aðeins nota rafhlöður.
Keppinautur Nissan var brautryðjandi fyrir rafbíla á fjöldamarkaði með Leaf árið 2010 en mun aðeins setja aðra rafhlöðubílagerð sína, Ariya jeppann, á markað á fimmtudaginn.
Honda kynnti í apríl það markmið að koma 30 rafbílum á markað á heimsvísu fyrir árið 2030.
(Reuters / Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein