Suzuki Jimny áfram á Evrópumarkaði í tveggja sæta útgáfu
- Suzuki Jimny sniðgengur nýjustu losunarreglur Evrópu með því að verða léttur atvinnubíll – mun koma á Evrópumarkað 2021
Við höfum áður fjallað um það að vinsæli smájeppinn Suzuki Jimny eigi að hverfa af Evrópumarkaði vegan hertra reglna varðandi útblástur.
Suzuki hefur nú kynnt „atvinnubílaútgáfu“ af Jimny. Hann er nokkurn veginn samhljóða venjulega jeppanum – og síðast en ekki síst, það gerir Suzuki kleift að selja bílinn áfram í Evrópu, jafnvel í kjölfar strangari reglugerða ESB um losun útblásturs. Gert er ráð fyrir að sala hefjist snemma næsta árs – 2021.
Að utan lítur þessi útgáfa af Suzuki Jimny alveg eins út og farþegagerðin. Hins vegar, til að uppfylla nýja reglugerð um léttan sendibíl, hefur Suzuki skipt út venjulega litla aftursætisætinu í Jimny fyrir skiptanlegt 863 lítra farangurspláss – sem er 33 lítrum meira en í farþegagerðinni þar sem boðið var upp á með aftursætið lagt niður.
Þessi nýja afbrigði gerir Suzuki kleift að nýta sér glufu í gildandi evrópskum losunarreglum.
Hinn venjulegi Jimny var nýlega tekinn úr sölu þar sem vélin hans lenti í að meðaltali útblásturs útblásturs CO2 í bílaflota Suzuki fór yfir 95g/km þröskuld Evrópuþingsins sem nýlega var kynntur.
Sú tala 95g/km á þó aðeins við um farþegabíla. Atvinnubílar eru með mun vænlegri markmiðstölu – eða sem nemur 147g/km af CO2 sem er frekar hentugt, 1,5 lítra fjögurra strokka bensínvélin frá Jimny kemur nær samsvöruninni – sem gerir Suzuki kleift að selja nokkra fleiri bíla af þessum sívinsæla jeppa.
Þessi „atvinnuútgáfa“ af er með 1,5 lítra fjögurra strokka bensínvél með náttúrulega sogafli, sem framleiðir 101 hestöfl og 130 Nm tog – og eins og fyrri gerðin með fjórhjóladrifskerfi, sem er með fimm gíra handskiptan gírkassa og millikassa.
Suzuki segir einnig að Jimny kaupendur á þessari gerð fái sama stig staðalbúnaðar og farþegagerðin. Staðalbúnaðurinn mun því fela í sér loftkælingu, hraðastilli, varahjól í fullri stærð og snertiskjá með upplýsingakerfi með Apple CarPlay og Android Auto.
Augljóst er að þessi útgáfa jeppans myndi henta vel hér á landi því samkvæmt lauslegri könnun Bílabloggs eru flestir bílaleigubílarnir aðeins með einn til tvo um borð og farangurinn í aftursætinu, og sama á við um marga Jimny sem eru notaðir til einkanota.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein