Sprotafyrirtækið Lucid segir að rafmagnsfólksbíll þeirra sé með lengsta aksturssvið rafbíla til þessa

Sprotafyrirtæki á sviði rafknúinna ökutækja í Bandaríkjunum, Lucid Motors, sem miðar að því að selja fyrstu lúxusgerðina sína, Lucid Air, snemma árs 2021, sagði að nýi fólksbíllinn væri sá fyrsti til að ná 500 mílna aksturssviði, eða sem svarar 800 kílómetra á rafmagninu einu.
Akstursviðið Lucid Air er áætlað 817 km (517 mílur), eins og það var staðfest í óháðum prófunum hjá þýska verkfræðiþjónustufyrirtækinu FEV með aðferðum sem fylgja náið eftir opinberu EPA-staðlaða prófunarferlinu, sagði Lucid.
Peter Rawlinson, forstjóri Lucid, sagði við Reuters að Air verði upphaflega verðlagður í Bandaríkjunum á „vel yfir“ 100.000 dollara, en sögðu að gerðir á lægra verði kæmu seinna. Tesla Model S byrjar á um 75.000 dollurum í Bandaríkjunum, eða sem svarar 10,3 milljónum íslenskra króna.
Tesla sagði í júní að nýi Model S Long Range Plus væri fyrsta ökutækið sem vottað er af EPA til að vera með áætlaða aksturssvið meira en 400 mílur, eða 640 kílómetra.
Lucid Air-bílnum verður fylgt eftir með crossover, sem smíðaður verður snemma árs 2023 á sama grunni og Lucid Air, sagði Rawlinson, sem er fyrrum yfirverkfræðingur við smíðina á Model S, samkvæmt LinkedIn prófíl sínum.
Lucid er með aðsetur í Newark, Kaliforníu, í suðausturhluta Silicon Valley, ekki langt frá verksmiðju Tesla í Fremes.
Lucid var stofnað árið 2007 sem Atieva af fyrrverandi framkvæmdastjóra Tesla, Bernard Tse og athafnamanninum Sam Weng. Í upphafi var það verkefni fyrirtækisins að framleiða rafhlöður og rafmagnsdrifrásir bíla fyrir önnur fyrirtæki.
(REUTERS / Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein