Rétt eins og sú staðreynd að sjaldgæft er að fólk í pollagalla sé töff þá er það nú svo að bílar í prófunum sem eru í felubúningi líta iðulega ögn kjánalega út. Búningurinn blekkir augað vissulega en með góðu ímyndunarafli má gera sér mynd af því sem innan hans er.
Í gær birti bílaspæjarinn mikli, á CarSpyMedia, myndband þar sem Rolls-Royce Spectre, rafbíllinn, var í prófunum í Þýskalandi. Þetta er fyrsti rafbíll framleiðandans og ef gömul gildi eru rifjuð upp þá voru einkunnarorð Sir Henry Royce m.a. þessi: „Taktu það besta sem völ er á og gerðu það betra.“
Með þau orð í huga gæti bíllinn, Rolls-Royce Spectre, orðið alveg ofsalega góður. Það verður þó að koma í ljós síðar, eða á síðasta ársfjórðungi 2023. Þá er gert ráð fyrir að bíllinn komi á markað.
Tengt efni:
Fleyg orð bílakónga
Líf bílaspæjarans
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein