- Chevrolet Spark hættir eftir 2022
- ?Ódýrasti bíllinn á Bandaríkjamarkaði í dag
Á meðan Chevrolet var til sölu hjá Bílabúð Benna var smábíllinn Spark vinsæll meðal kaupenda; lítill snaggaralegur bíll með dágott notagildi. En nú er hann að renna sitt skeið á enda í Bandaríkjunum líka.
Chevy heldur áfram að draga úr bílaframboði sínu og í dag inniheldur það Chevy Spark. GM hefur staðfest að Spark hætti þegar framleiðslu lýkur í ágúst 2022. Spark er eins og er ódýrasti bíllinn sem fæst í Bandaríkjunum.
Talsmaður GM staðfesti fréttirnar við CarsDirect. Grunngerð Spark kostar 14.595 dollara (um 1.880.000 kr) .
Með brotthvarfi Spark skilur það Malibu eftir sem eina fjögurra dyra bíl Chevrolet á Bandaríkjamarkaði.
(frétt á vef TorqueReport)
Umræður um þessa grein