Sá gamli ætlar seint að gefast upp
Þó svo að önnur kynslóð Defender jeppans nálgist nú sitt annað ár á markaðnum er enn talsverð eftirspurn eftir gamla boddýinu. Jafnvel svo mikil að nú er í farvatninu framleiðsla á „limited edition“ af þeim gamla. Sá verður algjörlega einstakur með nægum krafti og að sama skapi vel dýr. Þessi útgáfa verður nokkurskonar heiðursútgáfa af hinum áratuga gamla Camel Trophy Land Rover.
405 hestafla V8 vél
Þróun og framleiðsla bílsins fer fram er í höndum verkfræðinga Land Rover en bíllinn sem gengur undir heitinu Defender Works V8 Trophy.
Hann verður framleiddur í 90 og 110 útfærslu sem Land Rover kallar þann stutta og þann langa og verður með 5 lítra V8, 405 hestafla mótor sem togar 515 Nm. Það er eitthvað. Auðvitað fjórhjóladrifinn, hvað annað og með 8 gíra sjálfskiptingu.
Ofangreindar upplýsingar hljóta að vekja nokkra athygli þar sem þar sem síðasta gerðin sem framleidd var á markað var með 2,2 lítra, fjögurra strokka, túrbó dísel vél sem var að gefa um 122 hesta.
Það er hægara sagt en gert, segja sérfræðingarnir hjá Land Rover, að uppfæra bremsur, fjöðrun og stýrisbúnað til að forðast að viðskiptavinurinn fái ekki nægilega öruggan bíl.
Vel búinn vinnuþjarkur
Nú ef menn lentu í því að ofreyna gripinn, festa hann eða aka yfir djúpar geta menn reitt sig á grófa torfæru hjólbarða sem duga, öflugt spil, upphækkað loftinntak, ljóskastara og vegleg stigbretti. Einnig er Works Trophy búinn veltigrind.
Trophyinn verður einnig búinn LED aðalljósum, nýju grilli og sérhönnuðu merki bílsins en Land Rover menn taka fram að bíllinn muni samt líta út eins og hinn eini sanni Defender. Úr því að aldrei var farið út í endurhönnun á gamla boddýinu er ekki ætlunin að breyta því núna.
Guli liturinn allsráðandi
Camel lúkkið er ekki langt undan en allir bílarnir verða í gula Camel litnum sem kallaður er Eastnor sem kallast á við svartan lit á húddi og brettaköntum. Jeppinn verður svo afhentur á 16 tommu stálfelgum. Útlitið er tileinkað Camel Trophy bílnum en er samt ekki algjör eftiröpun af því.
Innanrýmið verður nefnilega eftir nýjustu tísku, leðurklæddir Recaro stólar ásamt leiðsögukerfi og bláttannarbúnaði.
Aðeins í tuttugu og fimm eintökum
Land Rover Defender Classic Works V8 Trophy verður aðeins framleiddur í 25 eintökum og þeim skipt bróðurlega í langa og stutta bíla. Eftirspurn mun ráða stærðarskiptingu. Áætlað verð á stutta er um það bil 35 milljónir og tæpar 50 milljónir fyrir þann langa.
Merktur kaupendum
Kaupendum verður boðið að taka þátt í þriggja daga ævintýri við Eastnor kastala en þar hefur Land Rover sinnt hluta af rannsóknar- og þróunarstafi í gegnum tíðina.
Eftir að jepparnir hafa verið merktir eigendum sínum með nöfnum þeirra á framhurðir bílanna eiga þeir kost á að taka þátt nokkurskonar Land Rover safari á landareign Land Rover í Eastnor og verður þemað tengt Camel Trophy keppninni fornfrægu.
Kemur aftur og aftur og aftur
Framleiðslu Land Rover Defender var hætt árið 2016. Á þeim tíma héldu menn að jeppinn, sem óljóst þótti hvort væri landbúnaðartæki eða fólksbíll – hefði lifað langt fram yfir síðasta söludag ef svo má segja. Tæknin og allt sem tilheyrði framleiðsluferlinu þótti gamaldags og ekki lengur móðins fyrir vörumerkið Land Rover Defender. Önnur kynslóð bílsins sem kom árið 2020 hefur vakið gríðarlega athygli en sá gamli vill ekki gleymast. Hann mun lifa áfram.
Um að gera að hafa bara samband við BL til að gera pöntun á Classic Works V8 Trophy ef menn vilja eignast einn.
Ekki í fyrsta skipti sem sá gamli er endurvakinn
Það er rétt að minna á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem sá gamli er „endurvakinn“, við sögðum frá því fyrr í vetur hér á síðunni að það stæði til að endurvekja bílinn sem öflugan torfærubíl, sem smíðaður verður af Bowler-deild Jaguar Land Rover, sem sérhæfir sig í rallakstri. Sjá hér.
Byggt á grein af autoblog.com
Umræður um þessa grein