Nú eru margir orðnir spenntir fyrir næsta bíl frá Rivian en það er 7 manna jeppi og sá er engin smásmíði! Hröðunin frá 0 í 100 er um 3 sekúndur og drægnin rúmlega 500 kílómetrar. Hann getur dregið allt að 3.5 tonn og virðist dugandi jeppi.
Hann átti að vera tilbúinn til afhendingar í lok árs en það verður víst ekki fyrr en síðla árs 2023 sem fyrstu bílar komast í hendur kaupenda.
Það eru því fleiri bílar en Cybertruck, hlunkurinn frá Tesla, sem seinna verða á ferðinni. En þegar þeir komast á ferðina verða þeir snöggir úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. Rivian R1S mun taka sér 3 sekúndur í það, eða 4 sekúndur ef aflminni útfærslan er tekin.
Drægni er frá 420-515 km og fer það eftir útfærslum. Rivian hefur gaman af því að sýna myndir af bílunum sínum og hér eru þær nýjustu sem ég held að hafi bara komið á síðuna þeirra í gær.
Tæknilegar upplýsingar um bílinn má finna hér ásamt öllu því helsta.
Myndir/Rivian.com
Þessu tengt:
Er Rivian nýjasta þjóðarstoltið?
Þarna er Rivian búinn til
835 hestafla Rivian virðist geta allt
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein