Önnur kynslóð nýja Opel Mokka sportjeppans verður léttari og skarpari
- Nýi bíllinn hefur verið endurskoðaður frá grunni og verður boðinn með bensíni, dísel og rafmagni
Opel/Vauxhall hefur opinberað nýjar upplýsingar um aðra kynslóð Mokka, sem verður fáanlegur með fullkomlega rafknúinni drifrás frá því að hann verður frumsýndur. Bíllinn er núna í lokaprófunum áður en hann verður opinberaður síðar á þessu ári.
Framleiðandinn segir að litli sportjeppinn, sem nú verður merktur einfaldlega ‘Mokka’ frekar en Mokka X eins og áður, verði allt að 120 kg léttari en fyrsta kynslóðin. Þyngdarsparnaðurinn stafar að mestu af því að skipta yfir í CMP grunn frá PSA Group, sem gerir einnig kleift að nota margar mismunandi vélar.
Í rafmagnsútgáfu Mokka-e verða rafhlöðurnar festar neðar í gólf bílsins, sem, að því er Opel/Vauxhall heldur fram, eykur stífni yfirbyggingarinnar um 30%.
Bíllinn mun einnig sitja nær jörðu en fyrsta kynslóð Mokka – einkennandi fyrir CMP grunn PSA-Group – og er með kúpta vélarhlíf og afturenda eins og stærri Grandland jeppinn. Opel/Vauxhall segir að bíllinn muni halda svipuðu hjólhafi og dekkjastærðum og fyrsta kynslóð bílsins.
Nýi Mokka hefur farið í vetrarprófanir á heimskautsbaugnum og þróun er í gangi í Rodgau-Dudenhofen prófunarstöðinni í Þýskalandi. Fyrirtækið segir að nýlegar áherslur í þróuninni hafi verið á innra hljóð, háhraðastöðugleika og að tryggja „Opel/Vauxhall dæmigerða stýri og pedalatilfinningu“.
Opinberar myndir ásamt nýlegum „njósnamyndum“ staðfesta að hönnun Mokka mun taka innblástur frá róttæka GT X tilrauna/hugmyndabílnum frá árinu 2018, en samtímis því að vera í samræmi við nýju Corsa sem nýlega kom fram á sjónarsviðið og andlitslyftingu Astra.
Eins og Peugeot 2008 sem hann deilir miklu, verður Mokka fáanlegur með rafmagns- og brennsluvélum, sem allar verða fáanlegir þegar gerðin verður til sölu snemma árs 2021.
Búist er við að rafbíllinn sé með 134 hö rafmótor og 50 kWh rafhlöðu og geti komist allt að 320 km 200 á einni hleðslu. Bensínvalkostir verða 1,2 lítra turbó þriggja strokka gerð og einnig verður boðið upp á 1,5 lítra fjögurra strokka dísilvél.
Enn er ekki búið að gefa neitt upp um innréttinguna en búist er við að hún verði svipuð og í Corsa, þó með meiri áherslu á rými. Opel/Vauxhall sagði að farþegarýmið verði „að fullu stafrænt“ fyrir „nútímalegt og framsækið útlit“.
(byggt á frétt á vef Autocar)
Umræður um þessa grein