Ofursportjeppi frá Aston Martin
- 2023 Aston Martin DBX 707 er kominn í framleiðslu
- Öflugasti núverandi bensínknúni sportjeppinn
Öll þekkjum við Aston Martin DB5 sem „Bond-bílinn“ – sem kappinn notaði í fjölda mynda. Nýjasta gerðin er DBX, sem hefur ákveðið svipmót frá gamla „Bond-bílnum“ – en núna hefur Aston Martin búið til „ofursportjeppa“ byggðan á DBX – sem þeir nefna DBX 707.
Nýi ofurjeppinn frá Aston Martin er nú kominn í framleiðslu og fyrsta eintakið verður á leið til eiganda síns fljótlega. Fyrsti 2023 Aston Martin DBX 707 er flott blátt eintak með samsvarandi blárri innréttingu.
DBX 707 er byggður á venjulegum DBX, en framleiðsluútgáfan frá AMG twin-turbo V8 hefur verið færð upp í 697 hestöfl og 899 Nm af togi.
Það nægir Aston Martin til að geta með stolti sagt bílinn vera „öflugasta bensínknúna sportjeppann“.
Hefði bíllinn komið aðeins fyrr þá hefði hann ekki þann titil, eða kannski í eitt ár í mesta lagi. Það styttist nefnilega í 710 hestafla Dodge Durango SRT Hellcat eða raunverulega 707 hestafla Jeep Grand Cherokee Trackhawk (sem er á milli kynslóða) núna). Og ef við tökum rafbíla með, þá hefur 1.020 hestafla Tesla Model X Plaid verið að gera það gott.
Samt sem áður er DBX 707 áhrifamikill og mjög hraðskreiður. Hann kemst í 96,5 km/klst á 3,1 sekúndu og er með hámarkshraða upp á 310 km/klst. Eða eins og Autoblog segir: „Að okkar viti gefur það honum titilinn hraðskreiðasti sportjeppinn, punktur, sem er eitthvað til að vera stoltur af.“
Undirvagninn hefur verið uppfærður líka, með betri bremsum og fjöðrun.
Allir viðskiptavinir DBX 707 verða að vera ansi vel stæðir. Ofurjeppinn byrjar á 239.086 dollurum (31,6 milljónir ISK) í Bandaríkjunum fyrir alla valkosti. Valmöguleikar geta aukist hratt þar sem fyrsti akstursprófunarbíllinn sem Autoblog prófaði náði næstum 300.000 dollurum, eða um 41,89 mkr.
Umræður um þessa grein