Nýr Volkswagen Golf GTI Clubsport 45 kynntur
- Volkswagen hefur kynnt nýja sérútgáfu af GTI Clubsport til að fagna 45 ára afmælisdegi GTI-bílsins
Volkswagen hefur sett á markað nýja útgáfu af Golf GTI Clubsport 45. Það er sérstök útgáfa af sprækasta framhjóladrifna hlaðbaki vörumerkisins, sem er með fjölda nýjar útfærslur í útliti og nokkrar lagfæringar á innréttingu til að minnast 45 ára afmælis GTI-bílsins.
Hægt er hægt að panta Volkswagen Golf GTI Clubsport 45 í Þýskalandi núna og verðið byrjar frá € 47.790 (um 7,3 milljónir ISK). Bíllinn kemur ekki á aðra markaði fyrr en síðar, til dæmis í Bretlandi fyrr en í apríl.
Þýska vörumerkið hefur einnig sagt að framleiðslutölur á Golf GTI Clubsport 45 verði ekki takmarkaðar, þó að má búast við að VW muni draga bílinn af markaðnum á næsta ári, þegar 45 ára afmæli GTI er liðið.
Lagfæringar í útliti umfram venjulegan GTI Clubsport eru meðal annars nýjar 19 tommu álfelgur, Matrix LED aðalljós, stærri vindskeið á afturhlera og annar litur á þaki, eða svart þak. Volkswagen hefur einnig búið til háværara Akrapovic pústkerfi og einstakt merki fyrir hliðar bílsins með sérstökum „45“ merkjum.
Að innan heldur uppfærslan áfram með nýrri útgáfa af sportsætum, útsaumað með GTI merkinu. Það er líka til nýtt sportstýri sem ber sömu sérútgáfu 45 merkin og ytri merkigar bílsins.
Eins og venjulegur Golf GTI Clubsport, er þessi sérstaka útgáfa með 2,0 lítra túrbó fjögurra strokka bensínvél, sem skilar 296 hestöflum og togið er 400 Nm. Það er 54 hestöflum og 30 Nm meira en venjulegur Golf GTI í þessari áttundu kynslóð Golf.
Vélin er aðeins fáanleg með sjö gíra sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu, sem sendir drif á framhjólin um rafeindastýrt mismunadrif til að bæta gripið. Eins og venjulegur Clubsport getur 45 sprett úr spori frá 0-100 km/klst á 5,6 sekúndum.
Volkswagen hefur hins vegar bætt við nýjum ‘Race’ pakka í Clubsport 45 sem ásamt nýja útblásturskerfinu fjarlægir hámarkshraðatakmarkara venjulegs bíls. Þetta þýðir að 45 geta þægilega farið yfir 250 km/klst.
Fyrsta kynslóð GTI kom árið 1976
Fyrstu kynslóð Golf GTI var hleypt af stokkunum árið 1976 og er almennt álitinn bíllinn sem hjálpaði til við að skapa bílnum nafn og álit. Síðan þá hefur Volkswagen lomið fram með meira en 2,3 milljónir eintaka, sem Volksvagen segir gera hann að sigursælasta sportbíl heims.
Athyglisvert er að þegar þessi 45 ára afmælisgerð kemur svo snemma í líftíma núverandi Golf stöndum við frammi fyrir því að áttunda kynslóð GTI verði áfram til sölu á 50 ára afmæli bílsins.
Þá mun bannið við hreinu bensíni og dísilbílum árið 2030 vera yfirvofandi, sem þýðir að þessi gerð GTI-bílsins gæti vel verið síðasti Golf GTI sem við sjáum – að minnsta kosti í venjulegu bensínknúnu formi.
(frétt á Auto Express – myndir VW)
Umræður um þessa grein