Nýr Renault 5 rafbíll sem er væntanlegur 2024
- Renault hefur opinberað nýjan rafbíl, sem kallast Renault 5 Prototype. Þetta er forsýning á glænýjum EV innblásnum af klassískum Renault 5 hlaðbak.
Renault var að kynna alveg nýja línu rafbíla sem mun koma frá þeim á næstu árum. Meðal þeirra er nýr Renault 5, sem við höfum að vísu sagt aðeins frá áður, en eftir kynninguna í vikunni vitum við aðeins meira með hjálp erlendar bílavefsíðna.
Þeirra á meðal er bílavefurinn carwow á Englandi og skoðum nánar hvað þeir höfðu að segja um þennan væntanlega rafbíl:
Ný hugmynd byggð á gömlu útliti
Nýja Renault 5 frumgerðin hefur verið forkynnt sem lítill rafbíll með stílhreinni hönnun sem vísar til gamalla tíma, en núverandi Renault Zoe EV.
Þessi hugmyndabíll er forsýning á framleiðslubíl sem kemur á markað árið 2024 sem valkostur við bíla eins og Honda E, Peugeot e-208 og Mini Electric.
Öðru vísi hönnun
Nýi Renault 5 lítur ekkert út eins og aðrir bílar Renault – hvort sem þeir eru rafbílar eða knúnir bensín- og dísilvélum. Þessi nýi hugmyndabíll sækir innblástur í hinn kassalaga Renault 5 stallbak frá 1970.
Í staðinn fyrri frekar svolítið bogmydnaða hönnun eins og á Renault Zoe EV, snýst nýr Renault 5 um kantaðar brúnir og ferköntuð smáatriði. Að framan ber mest á stórum ferköntuðum dagljósum og upplýst Renault nafnplata.
Hlutirnir eru ekki síður dramatískir frá hlið, með þéttum brettaköntum Renault 5, þykkum svörtum hliðarsílsum og andstæðum rauðum gluggakarmi. Földu hurðarhandföngin (rétt eins og eru á Tesla eða Mercedes S-Class eru líka ágæt hönnunartilþrif.
Ólíkt framendanumi er afturendi Renault 5 mjög einfaldur, án áberandi smáatriða. Við megum búast við að þar sem upplýsta nafnið er á afturstuðaranum á myndum komi pláss fyrir númeraplötuna þegar bíllinn kemur endanlega í framleiðslu
Meiri tækni
Ein af myndunum af þessum nýja Renault 5 gefur okkur hugmynd um við hverju er að búast af nýju innanrými í Renault 5. Aðalmálið er frístandandi glerupplýsingaskjár sem sýnir tæknigrafík beint í sjónlínu ökumanns.
Höfuðpúðarnir á framsætum eru einnig með upplýsta hringi á hvorri hlið, sem bendir til þess að þeir geti verið með einhvers konar innbyggða hátalara.
Nýr Renault 5: 400 km drægni
Nýi Renault 5 mun koma með um það bil 400 km drægni á rafmagninu þegar hann kemur í sölu árið 2024. Þá er búist við að nýr Renault 5 komi með betri hraðhleðslugetu en Renault Zoe í dag.
Kemur í sölu fyrir árið 2025
Nýi Renault 5 mun fara í sölu fyrir árið 2025. Renault hefur staðfest að fyrirtækið muni setja á markað sjö nýja rafbíla fyrir árið 2025.
Nýi Renault 5 verður einn af þessum bílum ásamt stærri rafmagns hlaðbak í Megane-stærð, eins og MeganE, sem við vorum að fjalla um hér á vefnum á dögunum og var raunar forsýndur sem hugmyndabíllinn eVISION, og svo nýi bíllinn sem byggir á gamla góða Renault 4, sem fær nafnið Renault „4ever“.
Renault hefur sagt að fyrirtækið ætli að draga úr kostnaði vegna rafbíla í framtíðinni vegna til að mæta hugsanlegri lækkun ríkisstyrkja vegna rafbíla.
Í Bretlandi veitir svona styrkur nú 2.500 punda afslátt af nýjum Renault Zoe og lækkar verðið úr um 30.000 pundum og nær 27.500 pundum.
Horfðu á vídeó um þennan nýja Renault 5:
(byggt á frétt carwow)
Umræður um þessa grein