Nýr og flottur 2021 Jeep Grand Wagoneer kynntur til sögunnar
- Endurvakinn Jeep Grand Wagoneer – stór lúxusjeppi mun keppa við BMW X7 og Range Rover
Vestur í Ameríku er búið að kynna hinn nýja Jeep Grand Wagoneer. Þetta er endurskoðuð útgáfa af upprunalega flaggskipi jeppanna hjá fyrirtækinu frá 1962, sem mun fara í sölu í Bandaríkjunum snemma á næsta ári. Þegar hann kemur á Ameríkumarkað mun hann verða keppinautur fyrir BMW X7, Audi Q8 og Range Rover.
Þrátt fyrir bíllinn sé tæknilegt hugtak í bili er yfirbragð Jeep Grand Wagoneer greinilega með áhrifum frá Grand Cherokee. Bíllinn deilir svipuðum framenda og kassalaga yfirbragði, ásamt nýju pari af LED-framljósum, glerþaki í fullri lengd, vindskeið að aftan og 24 tommu fjölpílára álfelgum.
Sem tilvísun til upprunalega Grand Wagoneer, sem var með viðarklæðningu á hliðum, eru aðalljósin á þessari nýju gerð innfelld í ósvikinn tekkvið. Festingarlykkjurnar á þakbrautum jeppans eru einnig með tekki en ytri brún mælaborðsins er með áletrun sem markar upphafsdag hins sígilda Wagoneer.
Sæti fyrir sjö
Að innan eru sæti fyrir sjö og einstakt tveggja pílára stýri, sem Jeep segir að sé tilvísun í stýrið í upprunalega Wagoneer. Jeep hefur einnig smíðað innréttingu jeppans með sjálfbærni í huga – mælaborðið í bílnum er með endurunnið gler, hitameðhöndlaðan við og ál, en klæðningin er úr manngerð Dinamica-rúskinni.
Jeep hefur heldur ekki haldið aftur af sér varðandi við tæknina. Stýrishús Wagoneer er með næstum 45 tommur samtals í skjám, með 12,3 tommu stafrænu mælaborði, 12,1 tommu miðlægu upplýsingakerfi, 10,25 tommu skjá fyrir loftslagsstýringu bílsins og aukalega 10,25 tommu skjá sem er festur á farþegahlið mælaborðsins.
Tæknin er líka til staðar í aftursætunum, með öðru 10,25 tommu loftslagsstjórnborði og par af 10,1 tommu upplýsingaskjám til að þjónusta hvert af sætunum sem eru sjálfstæðir „skipstjórastólar“. Jeep kláraði uppsetningu afþreyingar í Wagoneer með 23 hátalara McIntosh úrvals hljóðkerfi og 24 rása magnara.
Nýr 2021 Jeep Grand Wagoneer: pallur og aflrás
Jeep hefur ekki enn gefið út fullar tæknilegar upplýsingar um grunn og drifrás Grand Wagoneer – en hér er það sem við vitum hingað til.
Jeep hefur staðfest að Grand Wagoneer verði knúinn áfram með drifrás með tengitvinntækni sem mun vera með fjórhjóladrifskerfi og hreinni rafstillingu.
Hins vegar hefur ekki enn verið tilkynnt um fyrirkomulag uppsetningar á drifrás Wagoneer. Hann gæti notað kerfi eins og það á Renegade 4xe, með brunavél sem knýr framhjólin og rafmótor sem knýr afturhjólin, eða fullkomlega vélrænt kerfi eins og Wrangler 4xe.
Það notar rafmótor sem er samþættur milli vélarinnar og sjálfskipta gírkassans sem sendir drif til hjólanna í gegnum hefðbundið fjórhjóladrifskerfi.
Eins og Grand Cherokee mun Grand Wagoneer vera með á Quadra-Lift loftfjöðrunarkerfi Jeep, sem gerir ökumanni kleift að stilla aksturshæð jeppans eftir aðstæðum í akstri. Ólíkt hinum klassíska Wagoneer, þá er líka sjálfstæð fjöðrun að framan og aftan, frekar en ásar með heilum öxlum.
(byggt á frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein