2022 Jeep Compass fyrir Evrópu með flottara innanrými
Það er ekki oft sem nýir eða uppfærðir jeppar frá Jeep eru afhjúpaðir í Evrópu á undan Bandaríkjunum, en fer Evrópa með aðalhlutverkið. Ný útfærsla á Jeep Compass er staðreynd og breytingarnar eru frekar verulegar.
Bandaríska bílavefsíðan Autoblog fræðir okkur á þessu og eru greinilega spenntir.
Mestar breytingar í innanrými en aðeins á útlitinu líka
Fókusinn fór að mestu í innréttinguna í Compass en við munum sjá að framendinn fékk líka nokkra athygli. Það er stærra grillsvæði með möskvahönnun í framstuðara.
Bíllinn fær endurhönnuð aðalljós og þokuljós, auk þess að sjö hólfa grillið er aðeins lagfært. Bandaríska vefsíðan Autoblog bendir á að það vanti togkrókana á þessum Evrópska Trailhawk – en segir jafnframt að þeir munu örugglega koma aftur í Bandaríkjunum.
Ekki heldur gera ráð fyrir að þessar myndir sýni nákvæma hönnun fyrir gerð Compass á Bandaríkjamarkaði. Jeep gæti mjög vel verið að undirbúa Compass með bandarískan smekk í huga.
Jeep lét Compass ganga í gegn um mikla endurhönnun á innanrýminu og hann lítur mjög breyttur miðað við núverandi bíl.
Ný, nútímatækni er í aðalhlutverki. Evrópskir kaupendur munu velja um 8,4 tommu eða 10,1 tommu snertiskjá og báðir munu keyra nýja Uconnect 5 hugbúnaðinn. Þráðlaus CarPlay og Android Auto eru með og svo er 10,25 tommu stafrænt mælaborð.
Það minnir á nýja mælaborðið sem er að finna í væntanlegum Grand Cherokee L, sem er væntanleg sýnishorn af því hjá Jeep sem koma skal.
Nýja innanhússhönnunin virðist miklu meiri úrvalshönnun en Compass er með í dag. Það er með fínum saumum, gljáandi yfirborði, rofa og hnappa úr málmi.
Þar sem allt leit upprétt og frekar óvandað áður, byggir nýi Compass á breiðum, láréttum línum og er mun glæsilegri en við höfum búist við frá bíl frá Jeep á hagstæðu verði, segja þeir hjá Autoblog.
Þetta minnir meira á Grand Wagoneer og Grand Cherokee L.
Þar fyrir utan leggur Jeep áherslu á ný ökumannshjálparkerfi sem koma í Compass. Það sem vekur mesta athygli er nýr þjóðvegahjálp sem sameinar aðlögunarhraðastýringu með háþróuðu miðjunarkerfi á akreinum til að gera langar ökuferðir á þjóðvegi minna stressandi.
Evrópa fær áfram hinn ljúfa tengitvinnbíl 4xe, sem Ísband kynnti hér á landi fyrr í vetur, en Jeep hefur ekki skuldbundið sig til að bjóða þá aflrás í Bandaríkjunum enn þá.
En látum myndirnar segja sína sögu um breytingarnar á 2022 árgerð Jeep Compass!
(frétt á Autoblog)
VÍDEÓ um Compass
og annað lengra VÍDEÓ um breytingarnar á Compass…
Umræður um þessa grein