Nýr öflugur Porsche 911 GT3 kynntur með 503 hestöflum
- Nýjasti Porsche 911 GT3 fær nýja 4,0 lítra vél með flatliggjandi sex strokkum og verður fáanlegur með beinskiptingu eða PDK sjálfskiptingu
Þegar röðin kemur að alvöru öflugum sportbílum eru fáir sem fá meiri athygli áhugamanna en nýr Porsche 911 GT3 – og þetta er nýjasti ofurbíllinn fyrir vegina frá þýska merkinu.
Verðið er frá 21,9 milljónum króna úti í Evrópu og nýja gerðin hefur verið þróuð í nánu samstarfi við akstursíþróttadeild Porsche og flytur tæknina frá kappakstursbrautunum inn á almenna vegi.
Þetta felur í sér nýja 503 hestafla GT3 4,0 lítra vél með sex flatliggjandi strokkum með náttúrulegu sogafli í þessum GT3, sem þýðir að þetta er eini 911 í nýjustu 992 kynslóðar línunni sem er ekki með túrbóhleðslu.
Hann verður boðinn með sjö gíra sjálfskiptum gírkassa með PDK tvöföldum kúplingum og sendir aflið aðeins til afturhjólanna. GT3 er með hröðun frá 0-100 km/klst á 3,4 sekúndum. Einnig verður boðið upp á sex gíra beinskiptingu sem veitir ökumönnum enn meiri tengingu við bílinn.
Lykillinn að þróun GT3 hefur verið flutningurinn á grunni 992 kynslóð 911, sem kallast „Modular Mid-Engine MMB“ grunnur. Fyrir vikið verða allir GT3 smíðaðir á kerfi Porsche með breiðum undirvagni, en þrátt fyrir þetta og með stærri 20 tommu álfelgur að framan og 21 tommu álfelgur að aftan (sem eru með stærri bremsur – stál sem staðalbúnað, kolefni+keramik sem aukabúnað), þá begur þessi nýi GT3 aðeins 5kg meira en forverinn í PDK formi, eða 1.435kg.
Koltrefjastyrkt plast
Þetta er vegna mikillar notkunar á koltrefjastyrktu plasti, þar á meðal fyrir vélarhlífina, þynnra gler í rúðum, steyptar felgur og léttara útblásturskerfi sem sparar 10 kg.
Undir nýju yfirbyggingu GT3 hefur verið gerð veruleg endurhönnun á tækni, þar sem bíllinn er kominn með tvöfalda fjöðrun að framan, en allar aðrar gerðir í 58 ára sögu 911 hafa verið MacPherson fjöðrun að framan.
Þessi tækni er kominn frá 911 RSR keppnisbílnum, sem notar svipaða uppsetningu, en GT3 hefur einnig tekið upp loftfræðileg atriði frá keppinautum Porsche.
‘Svanaháls’ sem er festingin fyrir afturvænginn á GT3 styðja stóra vindskeið til að auka niðurþrýsting og stöðugleika á meiri hraða miðað við um 320 km/klst hámarkshraða bílsins. Porsche heldur því fram að GT3 skili „verulega hærra stigi niðurþrýstings en forveri hans, án þess að hafa áberandi áhrif á dragstuðulinn“.
Með bílinn á Michelin Pilot Sport Cup 2 R dekkjum, sem eru valbúnaður, ók tilraunaökumaður Porsche, Lars Kern, Nurburgring kappakstursbrautina á 6 mínútum 59,927 sekúndum og gerði það á meira en 17 sekúndum fljótari tíma en fyrri 911 GT3.
Tækni úr keppnisbílum
Það er nóg af tækni um akstur á brautinni um borð, þar sem upplýsingarnar eru með nýjum skjá. Þetta dregur úr upplýsingum á stafrænu skjánum til vinstri og hægri við miðlægu hliðrænu snúningshraðateljarann (merktur allt upp í 10.000 snúninga á mínútu, þó að mótorinn snúist aðeins upp í 9.000).
Í þessari stillingu mun skjárinn sýna gögn sem eru mikilvægari fyrir akstur á brautum, svo sem dekkjaþrýsting, olíuhita og þrýstingur, auk hæð á eldsneyti. Þar er líka ljósakerfi fyrri skiptinguna sem mótað er af akstursíþróttum.
Porsche hefur einnig bætt við fullt af sérsniðnum valkostum svo að eigendur geti sérsniðið tæknibúnað bílsins síns, þar með taldir enn léttari hlutir, svo sem koltrefjaþak og spegilhlífar á hurðum, svo og málaðar felgur.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein