Ford kynnir nýja Mustang með hljóðum!
* Næsta kynslóð Ford Mustang fær mjög flotta „hljóðkynningu“
* Hljómar eins og GT3 bíllinn og eins að gírkassinn sé ekki samhæfður!
* Verður frumsýndur á Detroit Auto Show eftir viku
Enn ein kynningin fyrir næstu kynslóð S650 Ford Mustang. Þó að síðasta kynning hafi gefið dularfulla vísbendingu til kynna um „frammistöðu“, þá er þessi ekki að fara í neinar grafgötur – hún er meira að segja birt af Twitter-síðunni Ford Performance.
Stutt hljóðinnskot spilar það sem hljómar eins og í stjórnklefa kappakstursbíls, sem í þessu tilfelli væri Ford Mustang GT3 kappakstursbíllinn sem mun taka þátt í IMSA mótaröðinni árið 2024.
Það er innanrými sem greinilega vantar hljóðeinangrun, útblásturshljóð mun háværara en V8 hljóðið frá fyrri kynningu, og beinskiptir gírar sem skiptast hraðar en nokkuð annað í Mustang línunni fyrir utan sjö gíra tvöfalda kúplingu í Shelby GT500.
Tveir verksmiðjustuddir Mustang kappakstursbílarnir sem keppa í GTD Pro flokki munu nota 5,0 lítra Coyote V8 sem þróuð er af Ford Performance, smíðað hjá Ford of Europe, mótorsportsfélaga M-Sport. Enska akstursíþróttafyrirtækið, sem er aðallega þekkt fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu í rallý með Ford, þróaði V8 fyrir Bentley sem vann Bathurst 12 tíma keppnina 2020. Multimatic frá Kanada tekur einnig þátt í Mustang GT3 bílnum og getur hugsanlega hjálpað til við að þróa og fínstilla eiginleika eins og afturöxulinn og fjöðrun með stuttum og löngum örmum.
Þrátt fyrir að bíllinn fari ekki að eltast við sigra fyrr en árið 2024, þá grunar Autoblog að nokkrar nærmyndir verði sýndar í aðdraganda Rolex 24 í janúar næstkomandi á Daytona. Í samræmi við reglur GT3 flokksins mun Ford bjóða 20 sýnishorn af Mustang GT3 til viðskiptavina, þannig að það gæti verið heil hjörð af hrossum að keppa í einu fyrir línuna eftir 17 mánuði. Það verður einnig ný kynslóð GT4 keppnisbíls, og útgáfa á leið til Ástralíu fyrir ofurbíla mótaröðina þar í landi.
Minna en vika er í að áhugasamir geti skoðað þennan bíl með eigin augum á bílasýningunni í Detroit.
Umræður um þessa grein