Nýr lítill Skoda rafbíll árið 2025
Væntanlegur lítill bíll Skoda mun deila undirvagni með svipuðum rafbílum frá Volkswagen og Cupra
Nýr alrafmagnaður lítill bíll Skoda hefur verið staðfestur með því að Volkswagen sendi frá sér kynningarmyndir af eigin ID-gerð og útgáfu Cupra samhliða rafbíl frá Skoda.
Gert er ráð fyrir að nýr Skoda komi árið 2025 ásamt Cupra og Volkswagen útgáfum og að bíllinn verði með „nútíma“ hönnunarmáli Skoda.
Tækni frá móðurfyrirtækinu VW mun örugglega birtast á bílnum.
Þó að við getum ekki séð mikið af hönnunarupplýsingunum út frá kynningarmyndinni, benda heildarhlutföllin til þess að þetta verði bíll svipaður að stærð og Fabia.
Þar af leiðandi er líklegt að það noti nýja MEB „Entry“-undirvgninn og ætti að veita væntanlegum Volkswagen ID.1 samkeppni.
Hönnunin lítur út fyrir að vera miklu einfaldari en hjá hinum sportlega Cupra og kantaðri en rúnnað útlit ID-bílanna. Stóru hjólaskálarnar eru næstum ferkantaðar í lögun og það er einföld axlarlína sem liggur frá framljósinu að afturljósinu.
Það er ekki mikið yfirhang að framan eða aftan, sem bendir til þess að Skoda ætli að nota hverja tommu af þessum nýja palli til að aðstoða við staðsetningu rafhlöðu og hámarka farþegarýmið.
Verðlagning á Skoda rafbílnum í grunngerð gæti lækkað systurbílana frá VW þannig að upphafsverð verði undir 20.000 evrum (um 2,8 milljónir ISK) sem gæti verið mögulegt.
Í annarri færslu á samfélagsmiðlum staðfesti VW einnig að byrjað verði að smíða nýju Sagunto rafbíla rafhlöðuverksmiðjuna á Spáni árið 2023 – þar sem við getum búist við að rafhlöðurnar fyrir þessa nýju litlu rafbíla verði framleiddar.
Ekki er líklegt að rafgeymirinn fari yfir stærstu 77kWh sem finnast í stærri VW ID.3 eða Cupra Born, svo búast má við að um 58kWh verði hámarkið fyrir rafmagns Skoda.
Miðað við smærri yfirbyggingu gæti þetta samt gefið drægni upp á um 450 km.
Þetta er ekki eini rafknúni Skodann sem tékkneska fyrirtækið hefur verið að kynna undanfarnar vikur. Óljós mynd af alrafmögnuðum Skoda sportjeppa var sýnd í mars 2022 og þó að hún hafi ekki gefið mikið upp getum við gengið út frá því að nýr sportjepplingur sem er minni en Enyaq Skoda er á leiðinni.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein