Nýr Ford rafmagnaður sportjepplingur kemur 2023
Næsti rafbíll Ford mun nota grunn frá VW Group og vera í stærð fyrir neðan Mustang Mach-e í Ford-línunni
Ford hefur gert grein fyrir áformum sínum um frekari rafbíla í Evrópu með því að afhjúpa nýja „byrjun“ á þessu sviði sem heitir Ford Model e, sem mun afhenda þrjá nýja rafjeppa fyrir árið 2024.
Ford hefur skrifað undir samning við Volkswagen Group um að tryggja aðgang að MEB grunni VW fyrir rafbíla, sem mun mynda grunninn að tveimur af þessum gerðum – fimm sæta, meðalstærðarjeppa og sportlegri crossover.
Þessar gerðir verða smíðaðar í verksmiðju Ford í Köln, sem nú er að breytast frá því að vera heimili Fiesta-bílsins í rafbílaverksmiðju með rafhlöðusamsetningarverksmiðju á staðnum, en fjárfestingin nemur stórum fjárhæðum.
Hinn nýi rafbíllinn verður rafmagnsútgáfa af Puma crossover.
Meðalstærðarjeppinn verður líklega svipaður að stærð og Volkswagen ID.4, með sama tæknilega grunni.
MEB grunnurinn rúmar að hámarki 77kWh rafhlöðu og vörumerkið segir að þessi nyi bíll muni geta ferðast 500 km á hverri hleðslu.
Grunninn er einnig hægt að nota fyrir bæði aftur- eða fjórhjóladrif, með afköstum á milli 146 hö og 295 hö fyrir öflugustu fjórhjóladrifsgerðirnar.
Sportjeppinn verður sýndur undir lok þessa árs áður en hann fer í sölu árið 2023.
Jeppinn mun hafa þykkt útlit sem er frávik frá núverandi úrvali fyrirtækisins, með hárri vélarhlífarlínu, nýrri LED lýsingu og lokuðu grilli.
Nýi jeppinn gæti gefið okkur fyrstu innsýn í nýja rafknúna hönnunarlínu Ford þegar hann kemur og mun hafa minna fótspor en Mustang Mach-E.
Önnur rafknúin gerð frá Köln kemur árið 2024, lýst af vörumerkinu sem „sportcrossover“ og mun verða með annarri nýrri lýsingu.
Líkt og Volkswagen ID.5 mun hann líklega vera sléttari útgáfa af þessum skylda jeppa-ættingja sínum. Og þrátt fyrir sameiginlegan grunn, er Stuart Rowley, yfirmaður Ford Evrópu, fullviss um að þessir nýju jeppar muni skilja sig frá bílum Volkswagen á götunni:
„Þessir nýju bílar munu pottþétt líta út og keyra eins og Ford, þetta verða Ford bílar”.
Ný útgáfa af Puma
Á eftir þessum tveimur sérsmíðuðu rafbílum mun koma rafknúin útgáfa af stórsölubílnum Puma, þar af seldust 130.000 í Evrópu árið 2020.
Hann verður smíðaður í Rúmeníu og tekur við afkastagetu EcoSport crossover – sem mun hverfa af vettvangi fljótlega.
Engar tæknilegar upplýsingar hafa verið staðfestar, en til að keppa eins og Peugeot e-2008 þarf drægni yfir 320 km.
Samhliða tilkynningunni um fólksbíla hefur Ford einnig staðfest að fjórir ný kynslóð rafknúinna atvinnubíla verði fáanlegir í Evrópu árið 2024.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein