Fjörutíu ár liðu og þá var næsti bíll kynntur frá DeLorean. DMC-12 kom á markað árið 1981 en nú er það DeLorean Alpha V sem von er á árið 2024. Bíllinn verður rafbíll með drægni í kringum 500 kílómetra. Þó er gert ráð fyrir að V8 bíll verði líka fáanlegur, sem og vetnisútgáfa af bílnum. Frá þessu er greint á vef Autocar.
Óheyrilega spennandi og hér fyrir neðan eru helstu tölur fyrir rafmagnsgerðina en meira um þetta þegar nær dregur!
Eitthvað virðist óljóst hversu margir bílar verða framleiddir en upplýsingarnar hljóta að berast áður en langt um líður. Myndirnar eru alla vega opinberar og í myndbandinu hér neðst má skoða bílinn frá hinum ýmsu sjónarahornum.
„Gull-wing doors“ verða á sínum stað. Vængjaður bíll.
Helstu tölur um Alpha V af vef framleiðandans, DeLorean.com:
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein