Nýr Citroen C4 kemur sem rafbíll og með yfirbragði sportjeppa
PARIS – Citroen sýndi núna þann 15. júní, myndir af nýjum C4, sem kemur í rafmagnsútgáfu og mun koma í stað C4 Cactus í framboði vörumerkisins síðar á þessu ári.
Citroen hefur gefið nýjum C4 hallandi þaklínu að aftan, aðeins hærri stöðu og „sportjeppa einkenni“ eins og svarta hjólboga og klæðningu á neðri hluta yfirbyggingarinnar og innfelldar hlífar í stuðara.
Nýi C4 er byggður á útvíkkaðri útgáfu af CMP grunni PSA Group sem fram til þessa hefur aðeins verið notaður fyrir litla bíla og sportjeppa eins og Peugeot 208, Opel / Vauxhall Corsa og DS 3 Crossback. Á grunninum er hægt að rúma bensín, dísel eða rafknúnar drifrásir.
Citroen gaf ekki út verð bílsins eða frumsýningardaginn, sem verður á seinni hluta þessa árs. Citroen lét vita að þann 30. júní mun fyrirtækið vera með viðburð á netinu þar sem gert er ráð fyrir að stjórnendur muni veita nánari upplýsingar um C4.
C4 er fimmti rafdrifni Citroen sem tilkynnt er um á þessu ári, í kjölfar C5 Aircross sportjeppa með tengitvinnbúnaði, Ami fjórhjólsins, og e-Jumpy og e-Spacetourer sendibíla.
Innanrými nýja C4 endurspeglar núverandi Citroen hönnun, með láréttan „fljótandi“ miðlægan snertiskjá, minna mælaborði og endurvarpi upplýsinga í sjónlínu ökumanns
Umræður um þessa grein