Nýr Bronco selst eins og nýbakaðar rjómapönnsur
Kvöldið sem nýr Ford Bronco var frumsýndur og pöntunarvefurinn opnaður seldust allir First Edition bílarnir upp alls 3500 bílar sem allir fóru á sama kvöldinu.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f0e1f4a2062381f783d9a4c_Ford_Bronco_First_Edition.jpg)
Eftirspurnin sem sýnilega var svo fáránlega mikil gerði að verkum að Ford ákvað að tvöfalda framleiðslu First Edition af bílnum – og þeir eru líka allir seldir – 7000 kvikindi.
Tilkynningin sem kom frá Ford var send á alla þá sem þegar höfðu pantað og skilaboðunum var dreift á netinu og spjallrás Bronco 6G. Það sem þótti skondið er að tilkynningin hljóðaði á þá leið að þeir sem hefðu forpantað gætu nú hætt við því ákveðið hefði verið að framleiða 1000% meira magn. Ætli söfnunargildið minnki svo með 100% fleiri bílum að menn myndu hætti við? Það kom síðan í ljós að það skipti engu máli – viðbótar bílarnir seldust upp um leið og þeir voru settir í sölu á netinu.
Það er þó nær örugglega hægt að næla sér í bíla af First Edition þar sem margir af þeim sem pöntuðu eru endursöluaðilar bílanna – en verðið verður örugglega hærra en auglýst verð.
Ódýrasta útgáfan af tveggja dyra útgáfunni er á um 8.4 milljónir í USA.
Nú er bara að hafa samband við Brimborg á Íslandi og athuga hvenær þeir geti afhent nýjan Bronco og hvort hægt sé að panta First Editon hjá þeim.
Byggt á frétt Autoblog og Top Speed.
Umræður um þessa grein