Nýr 2023 Jeep Avenger kynntur aðeins með rafmagni
Nýi Jeep Avenger er fyrsti rafknúni jeppinn frá vörumerkinu og mun koma á Evrópumarkað á næsta ári
Jeep hefur afhjúpað fyrsta fullrafmagnaða bílinn sinn – nýja Avenger. Það hafa birst fréttir af honum áður, en nú getum við séð hvernig nýr jepplingur Jeep í B-stærðarflokki mun líta út þegar hann kemur á Evrópumarkað snemma árs 2023.
Jeep Avenger verður sá fyrsti af fjórum hreinum rafknúnum jeppum frá Jeep, en Recon í retro-útliti, úrvals Wagoneer S og enn ónefndur fjórði skipa afganginn. Þessi nýja alrafmagnaða framleiðslulína mun hjálpa til við að ýta rafvæðingu Jeep áfram, þar sem bandaríska fyrirtækið ætlar að hafa rafknúna útgáfu af hverri gerð sinni og selja aðeins rafbíla í Evrópu árið 2030.
Þessi nýi Avenger verður frumsýndur opinberlega á bílasýningunni í París 17. október á þessu ári, og þá verður nánar tilkynnt um verðlagningu á bílnum. Hvað hönnun varðar, þá sýnir væntanlegur Avenger nóg af dæmigerðum hönnunareiginleikum Jeep, sem við höfum séð á fyrri prófunarbílum með hefðbundnu sjö rimla grilli, kassalaga hlutföllum og breiðum hjólskálum.
Það verða nokkrir keppinautar Avenger á markaði minni rafmagnaðra sportjeppa. Hann mun þurfa að berjast við keppinauta eins og Hyundai Kona Electric, Kia Soul EV og keppinauta innan Stellantis móðurfélagsins í formi Peugeot e-2008 og Vauxhall Mokka-e.
Bæði 2ja og 4ra hjóla drif
Það kemur ekki á óvart að Jeep hefur snúið sér að Stellantis varahlutatunnunni fyrir Avenger. Hann deilir sama e-CMP grunni og áðurnefndur Peugeot og Vauxhall, sem gerir ráð fyrir fullu rafmagni og innri bruna aflrásum á CMP pallinum. Jeep segir að Avenger EV muni bjóða upp á allt að 400 km drægni, sem er 56 km meira en e-2008 og 40 betri en Mokka-e. Tveggjahjóla drifinn Avenger verður í boði sem og fjórhjóladrifsútgáfa – sú fyrsta sinnar tegundar á CMP grunni.
Það er ekki orð um hleðslugetu enn þá, en þar sem útlit 50kWh Stellantis rafhlöðunnar er nánast viss, þá getum við búist við því að hún hleðst um 80 prósent á um 30 mínútum frá 100kW DC hraðhleðslutæki.
Líka í boði með brunavél
Einnig verða útgáfur af Avenger með brunahreyfla, því gera má ráð fyrir að í bílnum verði vélar frá Stellantis, 1,2 lítra bensín „Puretech“ einingarnar verði með sama ytra útliti – fyrir utan lítinn útblástursstút að aftan.
Jeep hefur fátt gefið út um innanrýmið í Avenger, en hefur lýst því yfir að hann muni fá nýjasta Uconnect upplýsinga- og afþreyingarkerfið sitt; bara ekki búast við 12 tommu miðskjánum og 10,3 tommu ökumannsskjánum frá nýja Wagoneer.
Smíðaður í Póllandi
Framleiðsla á nýja Avenger mun fara fram í Tychy verksmiðjunni í Póllandi, með mild-hybrid og rafknúnum aflrásum fyrir nýja bílinn. Þrátt fyrir að hann sé af svipðari stærð og hinn gamli góði Renegade, segir Jeep að Avenger verði staðsettur undir Renegade í módellínunni.
Umræður um þessa grein