Nýr 2022 Ford Bronco Raptor með meira en 400 hestöfl
Öflugri Bronco Raptor þróaður af Ford Performance kemur í sölu í Bandaríkjunum í mars
Þetta er nýr Ford Bronco Raptor; öflugri útgáfa af aðalsölujeppa vörumerkisins. Raptor er hannaður til að gefa Bronco-línunni alvöru torfærueiginleika.
Hann fer í sölu í Bandaríkjunum í mars og er þróaður af Performance-deild Ford. Undirvagninn er verulega endurskoðaður og er með meiri aksturshæð og breiðari sporvídd en venjulegur Bronco.
Endanleg tala um aflið hefur ekki enn verið staðfest, en Ford heldur því fram að Bronco Raptor muni framleiða um eða yfir 400 hestöfl.
Breiðari sporvídd og meiri veghæð
Hin aðlagaða útgáfa af stálgrind undirvagnsins í hefðbundnum Bronco er komin með nýja, hærri höggdeyfa til viðbótar og það sem Ford heldur fram séu fram- og afturöxlar með keppnislýsingu, notaðir á Bronco DR rallybílnum.
Þessir öxlar breikka sporvíddina um 218 mm, en lágmarksaksturshæð Bronco Raptor er 332 mm, sem er aukning um 122 mm.
Hálfvirkir demparar með sérstakri stillingu að framan og aftan eru hér mættir til leiks og stilltir af skynjurum á hverju horni bílsins: Þeir fylgjast með aðstæðum og fjöðrunarhæð til að fínstilla uppsetningu á fjöðrun á ferðinni. Nýir stýriarmar að framan og aftan gera kleift að fylgja fjöðrun betur eftir, en Bronco Raptor fær 37 tommu torfæruhjólbarða frá BFGoodrich, á 17 tommu felgum.
Viðbótarvörn undirvagnsins er annað viðbótarmál. Kröftugar högg- og skriðplötur ná yfir framstuðarann, vélina, gírkassann og hús millikassans.
Viðbótarstyrking yfirbyggingarinnar er komin í B-bita og C-bita til að auka stífni.
400 hestafla vél og 10 þrepa sjálfskipting
Aflið kemur frá nýrri 3,0 lítra sex strokka bensínvél með forþjöppu, sem er um 400 hestöfl og er tengd við 10 gíra sjálfskiptingu.
Ford hefur byggt sjö akstursstillingar inn í Bronco Raptor, þar á meðal nýja „Baja-stillingu“ fyrir hámarksafköst í torfærum, með hámarksvörn gegn töfum fyrir túrbóvélina.
Endurnýjunin er fullkomnuð með meira áberandi útliti sem nýtir breiðari sporvídd og aukna aksturshæð til hins ýtrasta, en eigendur Bronco Raptor geta nýtt sér kerfi yfirbyggingar bílsins, með því að fjarlægja og bæta við hurðum, þakplötum og aukahlutum eins og þeim hentar.
Mun kosta sitt
Þessi nýi 2022 Bronco Raptor er fullkomna útgáfan af Ford Bronco (að minnsta kosti í bili), og mun kosta sitt, samkvæmt vefsíðu Car and Driver, því samkvæmt þeim er grunnverðið um 69.995 dollarar (um 8.980.00 ISK) í Bandaríkjunum) – næstum 20.000 dollurum meira en venjulega Bronco Wildtrak fjögurra dyra gerðin.
Ford hefur enn ekki gefið út upplýsingar um valkosti og útfærslustig, en Car and Driver gerir ráð fyrir að fullhlaðin gerð fari yfir 80.000 dollara (10,2 millj.ISK).
Horfa má og hlusta á bílinn með því að smella HÉR.
(Vefsíður Car and Driver og Auto Express)
Umræður um þessa grein