Nýr 2022 BMW iX1 rafknúinn sportjeppi sést á njósnamyndum
Nýr BMW iX1 rafknúinn crossover mun birtast á næsta ári og vera við hliðina á bensínknúnum X1 í framboði fyrirtækisins
BMW er að undirbúa næstu kynslóðarútgáfu af X1 – litla crossover bílnum, sem verður gerður aðgengilegur með rafknúnu iX1 afbrigði – hér á njósnamyndum í fyrsta skipti áður en hann fer í sölu árið 2022.
Hann virkar ekki bara sem valkostur við X1 sportjeppann sem er með hefðbundinni brunavél heldur verður hann nýr keppinautur við bíla eins og Volvo XC40 P8 Recharge og Mercedes EQA í flokki úrvals rafknúinna sportjeppa.
Núverandi X1 fékk andlitslyftingu á miðju líftíma árið 2019, sem þýðir að þessi rafknúni iX1 verður hluti af næstu kynslóð X1 línunnar sem á að koma á næsta ári. Enn á eftir að staðfesta allar tæknilýsingar fyrir iX1 en gert er ráð fyrir að nýja gerðin verði byggð á mjög endurunninni útgáfu af núverandi UKL-grunni X1.
BMW hefur þegar þróað rafútgáfu af grunninum sem styður MINI Electric. Hins vegar ætti iX1 að vera með næstu kynslóð kerfis fyrir rafbíla frá fyrirtækisins, (eins og sést á iX3), veita aðgang að 282 hestafla mótor ef þess er þörf og rafhlöðutækni sem ætti auðveldlega að sjá aksturssvið rafbílsin fara yfir 320 kílómetra og í átt að tölum keppinauta á borð við Volvo og Mercedes.
Með næsta X1 mun BMW stefna að því að koma til móts við sem flesta kaupendur og taka sömu „Power of Choice“ stefnu og fyrirtækið mun nota í næstu 5 seríu og 7 seríu. Það þýðir að við hliðina á rafbílunum verða til bensín- og díselvægir blendingur, auk tengitvinnbíla.
Líkt og BMW iX3 og hliðstæðrar gerðar með brunahreyfli mun hreinn rafknúinn iX1 líta út fyrir að vera nógu eins og nýi X1, þar sem eini áberandi munurinn er að grillið að framan er ekki lengur til staðar og endurhannaður afturendi án útblásturs.
Lóðrétt loftinntak iX3 virðist einnig leynast undir felulitum þessa tilraunabíls þar sem BMW reynir að búa til fjölskyldu „andlit“ fyrir rafknúna sportjeppa sína. Framleiðslubíllinn ætti einnig að vera með nokkrar bláar áherslur í útliti, nokkuð loftfræðilega skilvirkar álfelgur og einstök merki til að sýna umhverfisáhrifin.
Ákvörðun BMW um að stækka rafmagnsflota sinn er hluti af víðtækari aðgerðum samstæðunnar til að draga úr heildar kolefnisfótspori fyrirtækisins. Árið 2030 stefnir BMW að því að lækka CO2 losun aðfangakeðjunnar um 20 prósent miðað við árið 2019 en 80 prósent samdráttur í losun frá verksmiðjum sínum og öðrum stöðum miðast við sama dag.
(frétt á Auto Express)
Umræður um þessa grein