Nýr 2021 Hyundai Tucson sportjeppi kominn og með áberandi breytingar í útliti
- Hyundai Tucson fær áberandi nýtt útlit, flotta innréttingu og meiri rafvæðingu í fjórðu kynslóðinni
Við sögðum frá því í byrjun mánaðarins að Hyundai myndi frumsýna nýjan Tucson fljótlega. Núna er hann kominn, nýi Hyundai Tucson, fjórða kynslóð eins söluhæsta bíls Hyundai og keppinautur Kia Sportage, Volkswagen Tiguan og Peugeot 3008.
Það er greinilegt að bíllinn hefur farið í gegnum endurskoðun að innan sem utan og hér er verið að kynna nýja og áberandi hönnun sem verður haldið einstakri fyrir Tucson. Með nokkrum lykiltæknilegum og undirvagnsuppfærslum, sem eru hluti af áætlun sem kóreska vörumerkið hefur dregið fram, er bíllinn settur ofar í samkeppnislegu tilliti á markaðnum.
Hyundai forsýndi þennan nýja Tucson seint á árinu 2019 með áberandi útlit í Vision T hugmyndabílnum. Framleiðsluútgáfan býður upp á mörg af hönnunaráhrifum Vision T og lítur út fyrir að vera töluvert öðru vísi en aðrir bílar í framboði Hyundai í dag. Stóra breyting er á framendanum, sem einkennist af nýju grilli, með sérstæðu útliti og samþættum LED ökuljósum sem eru hönnuð til að vera alveg falin í grillinu þegar bílnum er ekki ekið.
Í samanburði við hefðbundið útlit núverandi bíls eru nýju hliðar Tucson mjög formaðar, með áberandi brotlínum, djörfum öxlum, köntuðum hjólbogum og flæðandi krómlínu sem flæðir í einum boga frá A-bitanum að C-bitanum aftast.
Afturhlerinn er afmarkaður með nýrri LED-ljósastiku í fullri breidd, en afturljósin eru með mynstri sem er svipað og grillið að framan og hönnunin er endurtekin á neðri hluta stuðarans. Þurrkublaðið að aftan er falið undir vindskeiðinni til að gera yfirborð afturhlerans eins slétt og mögulegt er.
Þessi nýi sportjeppi Hyundai er aðeins lengri og breiðari en áður og hjólhafið hefur verið lengt um 10 mm. Hyundai fullyrðir að þetta leiði til allt að 26 mm meira fótapláss fyrir farþega en farangursrýmið býður nú upp á allt að 620 lítra rúmmál í framhjóladrifnum bensíngerðum.
Álfelgur á bilinu 17 tommur til 19 tommur verður fáanlegur en viðskiptavinir Tucson hafa úr níu litum að velja að utan. Hægt er að sameina alla liti á bílnum með andstæðum lit á þaki.
Alhliða umbreytingin heldur áfram með nýjum innréttingum; mælaborðið er lágt til að auka skyggni fram á við og hönnunin er skilgreind með tveimur krómlínum sem sveipast óaðfinnanlega um hurðirnar, yfir toppinn á mælaborðinu og flæðir síðan niður í nýjan hærri miðjustokk, sem er í svipaðri hæð og hendur ökumanns.
Hyundai segist hafa bætt úr efnisgæðum með því að nota plast sem er mjúkt við snertingu í handahæð, en kaupendur muni eiga möguleika á svörtu eða svörtu og beige áklæði í leðri eða áklæði ásamt andstæðum svörtum og blágrænum lit. Alls er hægt að velja 64 ljósa liti í innanrýminu.
Hyundai hefur fjarlægt hefðbundna mælaborðið og sett skjá sem er líkari spjaldtölvu í staðinn og því er það stillanlegt 10,25 tommu stafrænt mælaborð sem birtist fyrir framan nýtt stýrishjólið. Annar 10,25 tommu skjár er notaður fyrir miðjuskjáinn og sá er með Android Auto og Apple CarPlay getu. Sameining Google og Apple Calendar er nýr eiginleiki, sem og notendaprófílar sem hægt er að velja. Leiðsögn fyrir lokaáfanga ferðar er nýr eiginleiki, sem þýðir að ef ökumaðurinn getur ekki lagt á nákvæmlega réttum ákvörðunarstað, verða frekari leiðbeiningar sendar í snjallsímann til að klára ferðina gangandi. Lifandi bílastæða- og umferðarupplýsingar eru einnig hluti af nýja leiðsögupakkanum.
Staðalvélin verður 2,5 lítra fjögurra strokka línuvél sem skilar 190 hestöflum (142 kílóvöttum) og 260 newtonmetrum. Átta gíra sjálfskipting er eina skiptingin sem er fáanleg með grunnvélinni sem er með beinni innsprautun.
Hinsvegar mun Hyundai Tucson Hybrid vera búninn 1,6 lítra fjögurra strokka línuvél með ótilgreindri rafknúninni aflrás sem gefur þessu rafknúna sportjeppa áætluð 230 hestöfl (172 kW) og 350 Nm. Það er ekki ljóst hvaða gírkassa tvinnbíllinn notar, en sex gíra sjálfskiptur er hugsanlegaur að mati vefsíðunnar hjá Motor1. Einnig verður á boðstólum árið 2022 Tucson tengiltvinnbíll sem notar sömu túrbó fjögurra strokka vélina, með aksturssvið og rafhlöðuatriði sem eru ennþá óþekkt.
Fyrirsjáanlega mun Tucson fá bæði framhjóladrif og HTRAC aldrif og að sögn hefur það síðarnefnda verið bætt með fleiri akstursstillingum á sumum mörkuðum. Byggt á fráfarandi umhverfisstillingum Tucson, Eco, Comfort, Smart og Sport og 2022 árgerðin bætir við drullu, sandi og snjó.
Einnig kemur að í nýja sportjeppanum er stækkaður listi yfir akstursaðstoð og virka öryggiseiginleika. Ekki er enn ljóst hvað verður staðalbúnaður eða aukabúnaður, en eftirlit og forvarnir við árekstur að framan með uppgötvun á gangandi vegfarendum, aðstoð við akrein, blindblettavöktun og Hyundai þjóðvegaaðstoð verður í boði Tucson árið 2022. Þar sem fráfarandi gerð býður upp á tækni til að koma í veg fyrir árekstra sem valkost, segir vefsíða motor1 að búist sé við því að sú nýja geri hana að venju.
En við viljum taka fram að ofangreint er byggt á samtíningi af erlendum vefsíðum svo það er ekki ljóst hvað á nákvæmlega við um þá bíla sem hingað til lands koma, en við munum greina frá því nánar þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
(byggt á greinum á vef Auto Express og motor1)
Umræður um þessa grein