Nýr 2021 Dacia Spring kynntur sem ódýrasti rafbíll Evrópu
- Samkvæmt fréttum er hægt að byrja panta bílinn vorið 2021 – sem mun kosta undir 3,6 milljónum króna á markaði í Evrópu
Þetta er Dacia Spring. Þegar opnað verður fyrir pantanir vorið 2021 stefnir í að hann verði ódýrasti nýi rafbíllinn sem hægt er að kaupa í Evrópu.
Hönnunin er næstum eins og Spring Electric hugmyndabíllinn sem fyrst var sýndur í mars – og er skyldur Renault Kwid sem seldur er á Indlandi. Það þýðir að borgarbíllinn hefur stækkað með nokkrum útlitseinkennum sportjeppa eins og þykkum hjólbogum, þakbogum og veghæð yfir meðallagi.
Hleðslugáttin er falin á bak við spjald í sléttu grilli að framan, sem er með tvöföldum aðalljósaeiningum með grönnu LED-ljósi. Felgurnar líta út eins og álfelgur, en eru í raun pressað stál. Frumsýningarútgáfur af Spring eða „vorinu“ eins og bíllinn heitir upp á íslensku fá andstæða appelsínugulan lit á hurðarspegla, þakboga og undir grillinu að framan.
Þrátt fyrir jeppaútlitið eru hlutföll Spring viðeigandi fyrir akstur í þéttbýli: 3.734mm að lengd og 1.622 mm á breidd, hann er aðeins lengri og breiðari en Volkswagen up!
Dacia segir mikið rými sé í Spring, þar sem jafnvel aftursætin séu með gott pláss fyrir tvo fullorðna. Hanskahólfið, hurðarvasarnir og miðlægur geymslukassi eru með 23,1 lítra geymslupláss fyrir farþega í framsæti, með frekari hurðageymslum að aftan. Spring er með 300 lítra farangursgeymslu – vel yfir meðallagi fyrir borgarbílaflokkinn.
Mælaborðið kemur frá Renault Kwid. Það er bláar áherslur á hurðunum og loftræstiopum, en valfrjálst sjö tommu margmiðlunarkerfi með snertiskjá, fáanlegt með bakkmyndavél, Apple CarPlay og Android Auto, er fyrir neðan loftop í miðju.
Meðal búnaðar með aukakostnaði eru loftkæling, rafdrifnir speglar og varahjól í fullri stærð, en alhliða rafstýrðir gluggar, samlæsing og 3,5 tommu stafrænn skjár á milli mælanna eru allt staðalbúnaður.
Dacia hefur búið Spring með 43 hestafla rafmótor með 125 Nm togi. Hann er paraður við 26,8kWh rafhlöðu, sem samkvæmt opinberum WLTP prófunum gerir ráð fyrir um 225 k akstursviði á einni hleðslu – þó að þetta gæti aukist í 290 km aksturssvið í þeirri tegund þéttbýlisaksturs sem bíllinn er hannaður fyrir. Engar hröðunartölur hafa verið gefnar út en Dacia segir að hámarkshraði sé 125 km/klst..
Beygjuradíus 4,8 metrar er aðeins 20 cm meiri en Honda e og ætti að tryggja að það sé mjög auðvelt að leggja bílnum.
Spring mun bjóða upp á jafnstraumshleðslu (DC) sem valkost – 30kW hleðslutæki fyllir á rafhlöðuna í 80 prósent á innan við klukkustund. 7.4kW veggkassi fyllir að fullu rafhlöðu Spring á fimm klukkustundum, 3,7kW nær því sama á 8 og hálfri klst og það tekur 14 klukkustundir að fylla í gegnum venjulega heimilisinnstungu.
Dacia mun einnig bjóða upp á snjallsímaforrit sem gerir notendum kleift að fylgjast með hleðslustöðu frá farsímum sínum, staðsetja bílinn í rauntíma og forhita eða kæla bílinn í þeim bílum sem búnir eru með loftkælingu.
(frétt á Auto Express – myndir Dacia)
Umræður um þessa grein