Nýja „rafmagns rúgbrauðið“ frá VW kemur í mars
Forstjóri VW Herbert Diess sendi frá sér á Twitter skissu af útlínum nýrrar hönnunar „rúgbrauðsins“, sem byggir á línum upprunalegu gerðarinnar
Samkvæmt fréttum frá Bloomberg og Reuters ásamt vefsíðu Automotive News Europe ætlar Volkswagen Group að afhjúpa ID Buzz þann 9. mars; rafknúinn bíl sem byggir á gamla „rúgbrauðinu“ frá hippatímanum.
Færsla Herbert Diess á Twitter
Upprunalega „rúgbrauðið“ frá VW – litríki, sendibíllinn sem var algeng sjón á sjöunda áratugnum á tónlistarhátíðum þar á meðal Woodstock – á sér marga og dygga aðdáendur.
VW hafði sagst áður ætla að selja rafdrifinn arftaka bílins í Evrópu og Bandaríkjunum.
Rafdrifna frumgerðin sást í prófunum í Þýskalandi síðasta sumar.
ID Buzz er ein „mest eftirsótta og mest spennandi“ gerðin sem væntanleg hefur verið frá VW vörumerkinu síðan fyrirtækið setti nýju bjölluna sína á markað seint á tíunda áratugnum, sagði Scott Keogh, yfirmaður Volkswagen í Norður-Ameríku á fjölmiðlafundi á netinu.
Keogh sagði að þriggja sætaraða útgáfa af ID.Buzz muni koma á markað í Bandaríkjunum, þar sem upprunalega rúgbrauðið varð táknmynd friðarsinna, síðla árs 2023 eða snemma árs 2024.
VW mun setja tveggja sætaraða útgáfu á markað í Evrópu.
VW hefur hafið metnaðarfulla sókn til að velta Tesla úr sessi sem leiðtoga rafbílasölu á heimsvísu.
Þýski bílaframleiðandinn varði í síðasta mánuði 89 milljörðum evra til rafbíla- og hugbúnaðarþróunar fyrir næstu fimm árin og hefur byggt upp sérstakan grunn bíla sem mun standa undir samtals 27 rafknúnum gerðum í lok þessa árs.
[Bloomberg, Reuters ásamt vefsíðu Automotive News Europe]
Umræður um þessa grein