Nýir Peugeot 3008 og 5008 mild-hybrid koma á þessu ári
Nýtt mild-hybrid kerfi Peugeot verður fyrst boðið í 3008 og 5008
Á þessu ári, 2023 munu allir Peugeot bílar verða rafvæddir af einhverju tagi, þar á meðal 3008 og 5008.
Frekar en að koma með fullrafmagnaða eða tengitvinnútgáfu af fjölskyldusportjeppunum mun Peugeot bjóða þá með mildu blendingsafli.
Búist er við fyrstu afhendingum í sumar, samkvæmt vef Auto Express.
Þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum rafmagnið koma í 5008 og nýja kerfið sem kemur í báða sportjeppana samanstendur af 1,2 lítra PureTech bensínvél sem er tengd við gírkassa með tvöfaldri kúplingu.
48V rafhlaða er hlaðin á meðan á akstri stendur til að koma með heildarafköst upp á 134 hestöfl og 230Nm af togi.
Peugeot segir að mild-hybrid aflrásin gefi einnig aukið tog við lágan snúning og 15 prósenta bætingu á eldsneytisnotkun.
Það er möguleiki á losunarlausum akstri í stuttar vegalengdir á lágum hraða.
Sjónrænt er ekkert sem aðgreinir nýju blendings gerðirnar frá hreinum brunavélarútgáfum 3008 og 5008, en það verða nokkrar breytingar að innan.
Stafræni skjár Peugeots i-Cockpit mun sýna þegar bíllinn keyrir á hreinni raforku ásamt orkuflæði í kerfinu, hleðslustigi rafhlöðunnar og núverandi aflgjafa.
Það er líka skjár sem sýnir prósentu af vegalengdinni sem ekin er á hreinni raforku.
Tvinnkerfið hefur hvorki áhrif á farþegarými né farangursrými þar sem það er geymt undir farþegasætinu að framan.
Peugeot segir að tvinnbílarnir 3008 og 5008 verði búnir „hljóðviðvörunarkerfi“ sem gefur frá sér hljóð þegar ekið er allt að 28 km/klst til að vara gangandi og hjólandi vegfarendur við.
(frétt á vef Auto Express)
Umræður um þessa grein