Nissan kynnir aldrif með rafmagni og tveimur mótorum
-fyrsta farartækið sem er með kerfið verður framleiðsluútgáfan af Ariya hugmyndabílnum frá Nissan.
LAS VEGAS – Nissan afhjúpaði á CES-tæknisýningunni nýtt rafdrifið aldrifskerfi með tveimur mótorum, allhjóladrifið kerfi. Búist er við að tæknin muni verða frumsýnd í fyrsta rafmagns crossover Nissan sem gæti komið á markað árið 2021.
e-4ORCE
Kerfið, kallað e-4ORCE, skilar háu tog, nákvæmni í meðhöndlun og stöðugleika, sagði Nissan. Það nær þessu með því að hámarka aflið til hvers af fjórum hjólum.
Hægt er að stjórna afli til fram- og afturmótors sjálfstætt en hægt er að breyta frekara togi til vinstri og hægri hjóls með samræmdri hemlun.
Takao Asami, stjórnandi Nissan á sviði rannsókna og þróaðrar verkfræði, sagði í yfirlýsingu að e-4ORCE tæknin bjóði upp á nákvæma meðhöndlun, svigrúm og grip á hálum fleti.
Fyrir utan hratt viðbragð og meðhöndlun með vissu gripi á hálum fleti eins og snjó og blautum götum, gefur tvískipt stýring á mótorum einnig jafnari hraðaminnkun.
Gerir akstur í borgarumferð jafnari
Endurnýjandi hemlun frá bæði mótorum að framan og aftan gerir akstur í borgarumferð jafnari og með minna álagi á farþega. Á sama hátt skilar mótorstýringin jafnari akstri á ósléttum vegi.
Tækni tveggja mótora er byggð á lærdómi við þróun Nissan GT-R ATTESA E-TS kerfi átaksjöfnunar og skynvæddu 4X4 kerfisins í Nissan Patrol, að sögn bílaframleiðandans.
E-4ORCE er hægt að beita á ýmsar gerðir ökutækja, þar á meðal sportjeppa, fólksbíla og hlaðbaka.
Kemur fyrst í Nissan Ariya
Fyrsta farartækið sem er með kerfið verður framleiðsluútgáfan af Ariya hugmyndabílnum frá Nissan. Fimm sæta rafknúinn sportjeppinn verður með 480 kílómetra aksturssvið á rafhlöðunnið og fer frá 0 í 100 km/klst á minna en 5 sekúndum.
Umræður um þessa grein