Nissan hefur smíðað 500.000 Leaf-rafbíla
- Þessi vinsæli rafbíll frá Nissan nær þessum tímamótum í framleiðslu tímanlega fyrir alþjóðlega rafbíladaginn
Nissan Leaf númer 500.000 náði að rúlla af framleiðslulínunni, rétt í tæka tíð til að fagna alþjóðlega rafbíladeginum.
Tímamótin náðust í Sunderland verksmiðju Nissan, sem hefur byggt næstum 175.000 Leaf síðan hún hóf framleiðslu gerðarinnar árið 2013.
Leaf var fyrsti fjöldaframleiddi 100% rafbíl heims og er enn einn stærsti sölubílum Nissan í dag. Hann var einnig mest seldi rafbíllinn í heiminum áður en Tesla Model 3 fór fram úr honum í mars.
Sem stendur selur Nissan tvær útgáfur af Leaf: venjulega bílinn, sem er fyrst og fremst ætlaður til borgaraksturs, og Leaf e+, sem er miðaður við lengri vegalengdir.
Með 62 kWh rafhlöðu og 214 hö rafmótor býður e+ upp á 383 km akstursvegalend samkvæmt WLTP prófunarferlinu – 100 kílómetrum meira en venjulega 40 kWh gerðin.
Þetta er líka töluvert meira aksturssvið en Honda E (217 km) og Mini Electric (230 km) og reyndar allir almennari keppinautar hans fyrir utan Renault Zoe (400 km).
Þrátt fyrir vinsældir sínar er Leaf ekki flaggskip rafbílanna hjá Nissan. Sá heiður fær í staðinn nýlega afhjúpaði Ariya rafknúni sportjeppainn sem mun sitja fyrir ofan Leaf í uppröðun japanska fyrirtækisins.
Með um 500 km aksturssvið og 389 hestöfl segir Nissan að Ariya muni tákna „nýtt tímabil rafknúinna ökutækja“ þegar bíllinn fer í sölu á næsta ári.
Leaf og Ariya eru lykilatriði fyrir Nissan vegna þess að ekki aðeins lækka þau CO2-losun Nissan og sleppa þannig við refsiverðar ESB-sektir heldur eru vinsældir þeirra (gert er ráð fyrir því í tilviki Ariya) einnig afgerandi fyrir framtíð fyrirtækisins.
Vegna Brexit og fleiri þátta lagði Nissan fram sitt fyrsta árlega tap í 11 ár árið 2019 og neyddi það til að grípa til sparnaðaraðgerða eins og að loka verksmiðjum sínum í Barselóna á Spáni og Indónesíu.
Stjórnarfomaður Nissan, Makoto Uchida, hefur viðurkennt að „sölusamdrátturinn heldur áfram að vega að hagnaði okkar þar sem við þjáist af eldra framboði bíla og takmarkaðri hagnaðardreifingu vegna viðleitni okkar til að staðla söluna“.
Framtíð Sunderland verksmiðju Nissan hefur einnig verið óviss. Nissan skuldbatt sig hins vegar nýlega við verksmiðjuna og tilkynnti að hún hygðist viðhalda Sunderland sem framleiðslustöð fyrir Evrópu.
(frétt á Autocar)
Umræður um þessa grein