Myndum af nýjum 2021 BMW 2 Series Coupé lekið á netið
- Myndir af nýjum BMW 2 Series Coupe hafa litið dagsins ljós á netinu og afhjúpað hönnunina á M240i bílnum
Hér er ein frétt fyrir þá sem hafa áhuga á BMW – því myndum af því sem lítur út fyrir að vera næsta kynslóð BMW 2 Series Coupe hefur veið lekið á netið fyrir frumsýningu bílsins síðar í vikunni á Goodwood Festival of Speed 2021, sem verður haldið á Englandi dagana 8. til 11. júlí.
Þar kemur fram að þessi nýi sportbíll frá BMW muni verða keppinautur fyrir bíla allt frá Audi TT til nýja Toyota GR 86, svo dæmi séu tekin.
Þessar myndir sýna nýjan 2 Series Coupe í M240i búningi, sem lætur kaupendum í té stærri álfelgur, meira áberandi framstuðara og hliðarsílsa og öfluga vindskeið að aftan og með tvöföldu pústi.
Þá kemur fram að nýi 2 Series Coupe sé með hófsamari hönnun, sem gæti jafnvel hafa verið undir áhrifum af X2 jeppanum, frekar en að líkjast framenda stærri 4 Series Coupe.
Sagt er að þessi M240i gerð verði með sömu 3,0 lítra túrbóbensínvél og var í BMW M440i, sem mun hafa sömu afköst eða 369 hestöfl. Aflið mun einnig verða sent á öll fjögur hjólin í gegnum xDrive fjórhjóladrifskerfi BMW og átta gíra sjálfskiptingu.
Bíllinn er sagður verða byggður á aðlagaðri útgáfu af CLAR grunninum sem er að finna í 3 Seríu fólksbílnum og 4 Seríu Coupe. BMW hefur sagt að bíllinn sé með hluti eins og aðlögunarhæft vökvastýri og fullkomlega endurhannaða skel yfirbyggingar, sem er um 12 prósent stífari en í gamla bílnum.
Verkfræðingar fyrirtækisins hafa einnig aukið sporvídd bílsins, til að hjálpa til við að draga úr veltuhreyfingum á yfirbyggingu – og BMW segir að nýja 2 serían muni nánast vera með fullkomna 50:50 þyngdardreifingu
Loftaflfræði á líka stóran þátt í hönnun bílsins. Flaggskipið í M240i gerðinni verður með flatan botn ásamt öðrum loftfræðileguum endurbótum.
En þeir sem vilja vita meira um þessa sportútgáfu af BMW verða að bíða eftir formlegri frumsýningu.
Umræður um þessa grein